Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. maí 2021 15:05
Aksentije Milisic
Svíþjóð: Kolbeinn lék í dramatísku jafntefli - Jón Guðni í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmta umferðin í Allsvenskan deildinni í Svíþjóð hófst í dag og eru nokkrir Íslendingar í eldlínunni.

Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Hammarby sem tók á móti Sirius á heimavelli. Jón Guðni lék allan leikinn í hjarta varnarinnar en heimamenn í Hammarby unnu góðan 3-2 sigur.

Hammarby er í sjötta sæti deildarinnar á meðan Sirius situr í því fjórða.

Þá mættust Gautaborg og Hacken í hinum leiknum. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Gautaborgar og spilaði hann allan leikinn. Tobias Sana jafnaði metin fyrir Gautaborg úr vítaspyrnu á lokaandartökum leiksins.

Valgeir Lunddal Friðriksson og Óskar Sverrisson voru báðir ónotaðir varamenn hjá Hacken í dag. Hacken er í næst neðsta sæti deildarinnar á meðan Gautaborg er í því áttunda.
Athugasemdir
banner
banner
banner