Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. maí 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Ekki ljóst hvenær Viktor snýr aftur - „Gætu verið þrír dagar eða þrjár vikur"
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Framherjinn öflugi, Viktor Jónsson, hefur ekkert tekið þátt með Skagamönnum í byrjun tímabils en hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki.

Viktor, sem er 27 ára gamall, skoraði 3 mörk í 21 leik með ÍA á síðasta tímabili og leit vel út á undirbúningstímabilinu í ár.

Hann meiddist rétt fyrir tímabil og hefur ekkert spilað með Skagamönnum en Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, segist ekki geta sagt til um það hvenær Viktor getur farið að spila aftur.

„Ég veit það ekki. Við vitum ekki alveg stöðuna á því. Hann er að glíma við meiðsli í baki og það geta verið þrír dagar eða þrjár vikur. Við vitum það bara ekki alveg hversu fljótt við náum því úr honum," sagði Jón Þór við Fótbolta.net.

Skagamenn hafa unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað einum í byrjun tímabilsins. Liðið vann óvæntan 3-0 sigur á Íslandsmeistaraliði Víkings í annarri umferð en tapaði svo fyrir Blikum í gær, 5-1.
„Fengum í staðinn þriðja markið á okkur og það gat ekkert farið verr"
Athugasemdir
banner
banner
banner