Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 13. ágúst 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikill gír. Þetta snýst núna um að stilla spennustigið," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Blikar taka á móti Zrinjski Mostar á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri á morgun tryggja Blikar sér í umspil Evrópudeildarinnar og þar með að minnsta kosti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á morgun hefst 17:30.

„Eðlilega er mikil eftirvænting, tilhlökkun og spenningur. Ég held að við séum klárir í flottan og góðan leik á morgun," segir Höskuldur. Leikjaálag hefur verið talsvert mikið í umræðunni enda nóg að gera hjá Blikum.

„Ég skynja ekki neina þreytu í hópnum og þetta er það stór leikur að adrenalínið drekkir allri þeirri þreytu sem gæti reynt að dúkka upp."

Hvernig eru þessir mótherjar?

„Hvað varðar mannskapinn er þetta nokkuð mikið breytt lið. Það eru þó enn stórir og sterkir póstar þarna enn sem við könnumst vel við. DNA-ið í því sem þeir vilja gera er keimlíkt og þeir eru mjög góðir í því sem þeir vilja gera."

Höskuldur segir það næsta skref fyrir íslenskan fótbolta að fara að hóta því að fara í Evrópudeildina. Í viðtalinu fer hann nánar yfir komandi leik og hvað Blikar þurfa að gera gegn þessum andstæðingum frá Bosníu.
Athugasemdir
banner
banner