Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
   mið 13. ágúst 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikill gír. Þetta snýst núna um að stilla spennustigið," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Blikar taka á móti Zrinjski Mostar á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri á morgun tryggja Blikar sér í umspil Evrópudeildarinnar og þar með að minnsta kosti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á morgun hefst 17:30.

„Eðlilega er mikil eftirvænting, tilhlökkun og spenningur. Ég held að við séum klárir í flottan og góðan leik á morgun," segir Höskuldur. Leikjaálag hefur verið talsvert mikið í umræðunni enda nóg að gera hjá Blikum.

„Ég skynja ekki neina þreytu í hópnum og þetta er það stór leikur að adrenalínið drekkir allri þeirri þreytu sem gæti reynt að dúkka upp."

Hvernig eru þessir mótherjar?

„Hvað varðar mannskapinn er þetta nokkuð mikið breytt lið. Það eru þó enn stórir og sterkir póstar þarna enn sem við könnumst vel við. DNA-ið í því sem þeir vilja gera er keimlíkt og þeir eru mjög góðir í því sem þeir vilja gera."

Höskuldur segir það næsta skref fyrir íslenskan fótbolta að fara að hóta því að fara í Evrópudeildina. Í viðtalinu fer hann nánar yfir komandi leik og hvað Blikar þurfa að gera gegn þessum andstæðingum frá Bosníu.
Athugasemdir
banner