Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
   mið 13. ágúst 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikill gír. Þetta snýst núna um að stilla spennustigið," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Blikar taka á móti Zrinjski Mostar á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri á morgun tryggja Blikar sér í umspil Evrópudeildarinnar og þar með að minnsta kosti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á morgun hefst 17:30.

„Eðlilega er mikil eftirvænting, tilhlökkun og spenningur. Ég held að við séum klárir í flottan og góðan leik á morgun," segir Höskuldur. Leikjaálag hefur verið talsvert mikið í umræðunni enda nóg að gera hjá Blikum.

„Ég skynja ekki neina þreytu í hópnum og þetta er það stór leikur að adrenalínið drekkir allri þeirri þreytu sem gæti reynt að dúkka upp."

Hvernig eru þessir mótherjar?

„Hvað varðar mannskapinn er þetta nokkuð mikið breytt lið. Það eru þó enn stórir og sterkir póstar þarna enn sem við könnumst vel við. DNA-ið í því sem þeir vilja gera er keimlíkt og þeir eru mjög góðir í því sem þeir vilja gera."

Höskuldur segir það næsta skref fyrir íslenskan fótbolta að fara að hóta því að fara í Evrópudeildina. Í viðtalinu fer hann nánar yfir komandi leik og hvað Blikar þurfa að gera gegn þessum andstæðingum frá Bosníu.
Athugasemdir
banner
banner