„Það er mikill gír. Þetta snýst núna um að stilla spennustigið," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Blikar taka á móti Zrinjski Mostar á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri á morgun tryggja Blikar sér í umspil Evrópudeildarinnar og þar með að minnsta kosti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á morgun hefst 17:30.
Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri á morgun tryggja Blikar sér í umspil Evrópudeildarinnar og þar með að minnsta kosti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á morgun hefst 17:30.
„Eðlilega er mikil eftirvænting, tilhlökkun og spenningur. Ég held að við séum klárir í flottan og góðan leik á morgun," segir Höskuldur. Leikjaálag hefur verið talsvert mikið í umræðunni enda nóg að gera hjá Blikum.
„Ég skynja ekki neina þreytu í hópnum og þetta er það stór leikur að adrenalínið drekkir allri þeirri þreytu sem gæti reynt að dúkka upp."
Hvernig eru þessir mótherjar?
„Hvað varðar mannskapinn er þetta nokkuð mikið breytt lið. Það eru þó enn stórir og sterkir póstar þarna enn sem við könnumst vel við. DNA-ið í því sem þeir vilja gera er keimlíkt og þeir eru mjög góðir í því sem þeir vilja gera."
Höskuldur segir það næsta skref fyrir íslenskan fótbolta að fara að hóta því að fara í Evrópudeildina. Í viðtalinu fer hann nánar yfir komandi leik og hvað Blikar þurfa að gera gegn þessum andstæðingum frá Bosníu.
Athugasemdir