Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mið 13. ágúst 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikill gír. Þetta snýst núna um að stilla spennustigið," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Blikar taka á móti Zrinjski Mostar á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri á morgun tryggja Blikar sér í umspil Evrópudeildarinnar og þar með að minnsta kosti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á morgun hefst 17:30.

„Eðlilega er mikil eftirvænting, tilhlökkun og spenningur. Ég held að við séum klárir í flottan og góðan leik á morgun," segir Höskuldur. Leikjaálag hefur verið talsvert mikið í umræðunni enda nóg að gera hjá Blikum.

„Ég skynja ekki neina þreytu í hópnum og þetta er það stór leikur að adrenalínið drekkir allri þeirri þreytu sem gæti reynt að dúkka upp."

Hvernig eru þessir mótherjar?

„Hvað varðar mannskapinn er þetta nokkuð mikið breytt lið. Það eru þó enn stórir og sterkir póstar þarna enn sem við könnumst vel við. DNA-ið í því sem þeir vilja gera er keimlíkt og þeir eru mjög góðir í því sem þeir vilja gera."

Höskuldur segir það næsta skref fyrir íslenskan fótbolta að fara að hóta því að fara í Evrópudeildina. Í viðtalinu fer hann nánar yfir komandi leik og hvað Blikar þurfa að gera gegn þessum andstæðingum frá Bosníu.
Athugasemdir
banner