Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 13. ágúst 2025 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörmungar Fylkis halda áfram en liðið tapaði 1-0 gegn Leikni í Lengjudeildinni í kvöld og eru Árbæingar nú í neðsta sæti deildarinnar. Leiknismenn skoruðu sigurmarkið með flautumarki í blálokin.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Fylkir

„Þetta er eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur og aftur. Svona er þetta búið að vera," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Fylkis, hundsvekktur eftir leikinn. Hann vitnaði í hina frábæru kvikmynd með Bill Murray sem upplifði alltaf sama daginn aftur og aftur.

„Við vorum með mikla stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og komum okkur í margar góðar stöður í seinni hálfleik. Svo fannst mér Leiknismenn frískari fyrstu 20-30 mínúturnar í seinni án þess að vera skapa sér. Síðasta korterið fáum við góða sénsa til að klára þetta en gerum það ekki."

„Það er erfitt að kyngja þessu en þetta hefur því miður verið sagan hjá Fylki í sumar. Við ætlum að snúa þessu við í þessum fimm síðustu leikjum."

Hefur þetta verið erfiðara verkefni en þú bjóst við þegar þú tókst við liðinu?

„Ég viðurkenni það, ég ætla ekki að ljúga. Ég átti von á því að við gætum gert betur. En þetta er aðeins meiri vinna en ég átti von á. Það er mjög auðvelt að fara að vorkenna sjálfum sér þegar ekkert gengur upp en það hjálpar ekkert. Það er bara æfing á morgun og leikur á sunnudag þar sem við verðum að taka þrjú stig. Ég hef trú á hópnum."

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir