Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
banner
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 9. ágúst
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 6. ágúst
Besta-deild karla
mánudagur 4. ágúst
Besta-deild kvenna
laugardagur 2. ágúst
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
miðvikudagur 13. ágúst
Deildabikarinn
Barnsley - Fleetwood Town - 18:45
Bolton - Sheff Wed - 18:45
Cheltenham Town - Exeter - 18:45
Huddersfield - Leicester - 18:45
Birmingham - Sheffield Utd - 19:00
Sambandsdeildin
Istanbul Basaksehir - Viking FK - 16:00
Ofurbikar Evrópu
PSG - Tottenham - 19:00
WORLD: International Friendlies
US Virgin Islands - Turks and Caicos - 00:00
Malaysia U-23 - Singapore U-23 - 12:45
Lebanon U-23 0 - 0 Syria U-23
Morocco U-20 - Egypt U-20 - 17:00
Toppserien - Women
Rosenborg W - Lillestrom W - 16:00
Elitettan - Women
Ekkert mark hefur verið skorað
mið 13.ágú 2025 12:00 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska: 3. sæti

Enska úrvalsdeildin, þjóðaríþrótt Íslendinga, fer aftur af stað á föstudaginn þegar Liverpool og Bournemouth eigast við í opnunarleik. Líkt og síðustu ár þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Núna er komið að þriðja sætinu en þar er Arsenal, sem hefur endað í öðru sæti þrjú ár í röð.

Arsenal fagnar marki á síðasta tímabili.
Arsenal fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Mikel Arteta hefur stýrt Arsenal frá því í desember 2019.
Mikel Arteta hefur stýrt Arsenal frá því í desember 2019.
Mynd/EPA
Gyökeres var keyptur frá Sporting Lissabon í sumar.
Gyökeres var keyptur frá Sporting Lissabon í sumar.
Mynd/Arsenal
William Saliba getur orðið einn besti varnarmaður í heimi.
William Saliba getur orðið einn besti varnarmaður í heimi.
Mynd/EPA
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal.
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal.
Mynd/EPA
Bukayo Saka er einn besti kantmaður deildarinnar.
Bukayo Saka er einn besti kantmaður deildarinnar.
Mynd/EPA
Zubimendi kom frá Real Sociedad.
Zubimendi kom frá Real Sociedad.
Mynd/Arsenal
Madueke eykur breiddina.
Madueke eykur breiddina.
Mynd/Arsenal
Myles Lewis-Skelly er rísandi stjarna.
Myles Lewis-Skelly er rísandi stjarna.
Mynd/EPA
Max Dowman er bara 15 ára gamall.
Max Dowman er bara 15 ára gamall.
Mynd/EPA
Gabriel er líka einn besti varnarmaður deildarinnar.
Gabriel er líka einn besti varnarmaður deildarinnar.
Mynd/EPA
David Raya er öflugur í markinu.
David Raya er öflugur í markinu.
Mynd/EPA
Kai litli Havertz.
Kai litli Havertz.
Mynd/EPA
Timber er fjölhæfur varnarmaður.
Timber er fjölhæfur varnarmaður.
Mynd/EPA
Declan Rice elskar að skeiða um völlinn.
Declan Rice elskar að skeiða um völlinn.
Mynd/EPA
Leandro Trossard er líklega á förum.
Leandro Trossard er líklega á förum.
Mynd/EPA
Er þetta loksins árið?
Er þetta loksins árið?
Mynd/EPA
Frá Emirates leikvanginum, heimavelli Arsenal.
Frá Emirates leikvanginum, heimavelli Arsenal.
Mynd/EPA
Arsenal hefur núna síðustu þrjú ár endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er í raun grátlegt fyrir stuðningsmenn félagsins. Síðasta tímabil hefði í raun átt að vera tímabilið þeirra þar sem Manchester City átti loksins slakt tímabil. City hafði unnið baráttuna við Arsenal tímabilin tvö þar á undan en 2022-23 tímabilið var Arsenal á toppnum í 248 daga yfir tímabilið sem var nýtt met fyrir lið sem tókst svo ekki að verða meistari. City vann aftur 2024 en í fyrra var það Liverpool sem tók Englandsmeistaratitilinn. Fyrst City vann ekki, þá hefði maður búist við því að Arsenal myndi skjótast á toppinn miðað við tímabilin á undan en Lundúnafélagið nýtti sér ekki tækifærið.
Í sumar hefur verið lagt mikið púður í að styrkja leikmannahópinn hjá Arsenal en það hefur ekki vantað hjá félaginu að standa á bak við stjórann. Frá því Mikel Arteta tók við Arsenal í desember 2019 hefur hann eytt meira en milljarði evra í leikmenn en honum hefur aðeins tekist að vinna FA-bikarinn einu sinni og Samfélagsskjöldinn tvisvar. Tveir af þessum bikurum komu 2020 en Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, vantar bara einn Samfélagsskjöld til að jafna titlafjölda Arteta hjá Arsenal þar sem hann hefur núna unnið FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn með Palace á þessu ári. Arteta hefur fengið mikinn tíma og tekið liðið fram á við frá því hann tók við, en Arsenal er það stórt félag að hann þarf að skila meiru til að verðskulda meiri tíma.



Það er búið að eyða miklu í að styrkja hópinn hjá Arsenal og það er pressa á Arteta að fara loksins að skila einhverjum bikurum í hús. Arsenal hefur verið nálægt því síðustu ár en það er kannski bara saga Arsenal: Að vera nálægt því. Þeir þurfa allavega að sanna að svo er ekki og komandi tímabil verður stór prófraun. Það er loksins kominn sóknarmaður, Viktor Gyökeres var keyptur frá Sporting Lissabon. Það er ekki síður pressa á honum en hann hefur raðað inn mörkum í Portúgal síðustu árin. Martin Zubimendi var líka keyptur á mikinn pening á miðjuna og hann á að gera liðið sterkara. Arsenal er spáð þriðja sæti en það verður ekki ásættanlegur árangur fyrir stuðningsmenn félagsins sem þrá að vinna stóra titla. Arteta og leikmenn hans þurfa að skila því í hús þetta tímabilið. Arsenal byrjar tímabilið á Old Trafford 17. ágúst og það verður vægast sagt áhugaverður leikur sem verður mikil umræða um.

Stjórinn: Mikel Arteta tók við Arsenal í desember 2019 og hefur eins og áður segir tekið liðið fram á við. En einn FA-bikar og tveir Samfélagsskildir á fimm og hálfu ári er einfaldlega ekki alveg nægilega gott. Hann hefur skilað liðinu þrisvar í röð í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og kom hann Arsenal í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Næstum því, en ekki alveg. Arteta er afar ástríðufullur stjóri sem spilaði sem leikmaður með Arsenal frá 2011 til 2016. Hann var öflugur miðjumaður sem spilaði líka með Paris Saint-Germain, Rangers og Real Sociedad á ferli sínum sem leikmaður. Hann kom úr Barcelona skólanum en spilaði ekki þar með aðalliðinu. Hann lærði af Pep Guardiola áður en hann tók við Arsenal en hann var aðstoðarmaður Guardiola hjá City um nokkurt skeið áður en hann fékk starfið á Emirates-leikvanginum. Arteta hefur gert vel í að þróa leikmenn og liðið áfram en núna þarf hann að sýna að hann sé sigurvegari. Arsenal er komið á þann stað að liðið þarf að vinna titla, hvort sem það er undir Arteta eða einhverjum öðrum.

Leikmannaglugginn: Arsenal hefur styrkt liðið sitt vel í leikmannaglugganum og bætt við breiddina. Viktor Gyökeres er sóknarmaðurinn sem Arsenal hefur þráð í mörg ár og hann þarf að skila mörkum. Zubimendi er öflugur miðjumaður og Madueke styrkir breiddina þó auðvitað sé hægt að setja spurningamerki við þennan stóra verðmiða á honum.

Komnir:
Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon - 64 milljónir punda
Martín Zubimendi frá Real Sociedad - 56 milljónir punda
Noni Madueke frá Chelsea - 48,5 milljónir punda
Cristhian Mosquera frá Valencia - 13 milljónir punda
Christian Nörgaard frá Brentford - 9 milljónir punda
Kepa Arrizabalaga frá Chelsea - 5 milljónir punda

Farnir:
Nuno Tavares til Lazio - 6,5 milljónir punda
Marquinhos til Cruzeiro - 2,5 milljónir punda
Thomas Partey til Villarreal - Á frjálsri sölu
Takehiro Tomiyasu - Samningur rann út
Kieran Tierney til Celtic - Á frjálsri sölu
Jorginho til Flamengo - Á frjálsri sölu
Neto til Bournemouth - Var á láni
Raheem Sterling til Chelsea - Var á láni

Líklegt byrjunarlið


Þrír lykilmenn:
William Saliba er gríðarlega sterkur miðvörður sem hefur burði til að verða sá besti í sinni stöðu í heiminum. Hefur allt sem frábær miðvörður þarf að hafa en hann og Gabriel hafa myndað besta miðvarðapar ensku úrvalsdeildarinnar síðustu tímabil. Arsenal hefur verið með bestu vörn deildarinnar síðustu árin og Saliba er stór ástæða fyrir því.

Martin Ödegaard fann sig ekki alveg á síðasta tímabili, allavega var hann ekki eins góður og tímabilið þar á undan. Ödegaard þarf að eiga gott tímabil ef Arsenal ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina en hann er gríðarlega skapandi og er mjög svo mikilvægur í sóknarleiknum. Er líka fyrirliði Arsenal og á að drífa liðið áfram innan sem utan vallar.

Bukayo Saka er mikilvægasti sóknarmaður Arsenal en þannig hefur það allavega verið síðastliðin tímabil. Það vita allir sem fylgjast með enska boltanum hvað Saka getur og það verður gaman að sjá hvernig hann mun fíla það að hafa alvöru níu í teignum. Saka er gríðarlega snöggur og mjög svo útsjónarsamur kantmaður sem skilar alltaf sínu.

Fylgist með: Arsenal hefur vantað hreinræktaða níu í sitt lið síðustu árin og einhverjir hafa talað um að það sé ástæðan fyrir því að liðið hefur ekki orðið meistari. Núna er þessi nía loksins mætt. Viktor Gyökeres hefur raðað inn mörkum í Portúgal en núna er hann mættur í sterkari deild og þarf að skila sínu. Hann tók treyju númer 14 sem er goðsagnarkennd hjá Arsenal og þarf að standa undir því. Stuðningsmenn Arsenal eru mjög spenntir fyrir Gyökeres og það er vonandi fyrir þá að hann skori fullt af mörkum. Í Arsenal eru líka margir mjög spennandi ungir leikmenn. Myles Lewis-Skelly og Ethan Nwaneri tóku meira hlutverk í liðinu á síðasta tímabili og hinn 15 ára gamli Max Dowman er leikmaður sem hefur fengið að spreyta sig á undirbúningstímabilinu. Það á eftir að koma í ljós hversu margar mínútur hann fær á komandi keppnistímabili en Dowman er mesta efni Englendinga í dag.



Besta og versta niðurstaða: Besta niðurstaðan er auðvitað að Arsenal vinni sinn fyrsta Englandsmeistaratitil síðan 2004. Er þetta loksins árið? Þeir eru svo sannarlega með hópinn til þess að enda sem meistarar og vinna fleiri titla ofan á það. Engar afsakanir núna. Versta niðurstaðan er að Arsenal endi í fjórða sæti, maður sér þá ekki neðar en það. En það ætti að vera nóg fyrir Arteta að missa starfið sitt, nema að hann vinni Meistaradeildina í staðinn.

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Arsenal, 218 stig
4. Chelsea, 215 stig
5. Newcastle, 182 stig
6. Tottenham, 172 stig
7. Aston Villa, 169 stig
8. Man Utd, 157 stig
9. Brighton, 144 stig
10. Nottingham Forest, 108 stig
11. Crystal Palace, 98 stig
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir