Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   mið 13. ágúst 2025 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsótti Fjölnismenn í Grafarvoginn í kvöld þegar heil umferð fór fram í Lengjudeild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 Njarðvík

„Ég er gríðarleg sáttur með að hafa náð sigri hérna" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir sigurinn í kvöld.

„Þetta var mjög erfitt og völlurinn var mjög erfiður. Sumir partar á vellinum voru menn að renna á hausinn og við náðum ekki fannst mér svona alveg takti sem að við vorum með í síðustu leikjum. Það er hrikalega sterkt að koma hingað og ná í þrjú stig og þetta er hörku lið sem að við vorum að mæta" 

Það var ákveðin heppnisstimpill yfir sigurmarki Njarðvíkinga en Gunnar Heiðar sagði þó að Dominik Radic átti eftir að gera helling áður en hann skoraði svo sigurmarkið.

„Þetta er kannski ekki draumasending hjá markmanninum en það þarf að klára þetta. Hann fékk þetta ekki gefins hann Dominik. Hann tekur mann á þarna og nær að setja hann í hornið þannig ég myndi ekki segja að þetta hafi verið heppni, alls ekki en ég myndi allavega segja að hann hafi gefið okkur 'option'-ið á að gera þetta" 

Njarðvíkingar finna sig í nýrri stöðu núna og leiða deildina í stað þess að elta hana.

„Það er bara geggjað að vera á toppnum og það er einmitt það sem við erum búnir að vera stefna á allt tímabilið að vera þarna. Við erum ekkert að pæla í því að næsti leikur sé úrslitaleikur eða hvað þetta er. Við viljum bara fara í hvern einasta leik til að vinna og næsti fókus hjá okkur er bara Þróttur á sunnudaginn og þeir koma heim til okkar og okkur hlakkar bara mjög til að fara í þann leik og það er leikur sem að við ætlum líka að vinna" 

„Við erum ekkert að hugsa nokkra leiki fram í tímann. Við erum bara að hugsa um okkur núna. Við erum búnir að vera hugsa um okkur í núinu eiginlega allt mótið, ekkert vera að pæla í mikið hvað hin liðin eru að gera, bara hvað við ætlum að gera og þessvegna erum við held ég búnir að koma okkur á toppinn því við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera og þegar við gerum það þá erum við helvíti góðir" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 17 10 7 0 40 - 16 +24 37
2.    Þór 17 10 3 4 41 - 25 +16 33
3.    ÍR 17 9 6 2 31 - 18 +13 33
4.    Þróttur R. 17 9 5 3 33 - 26 +7 32
5.    HK 17 9 3 5 29 - 21 +8 30
6.    Keflavík 17 8 4 5 38 - 27 +11 28
7.    Völsungur 17 5 4 8 29 - 38 -9 19
8.    Grindavík 17 5 2 10 32 - 48 -16 17
9.    Selfoss 17 5 1 11 19 - 32 -13 16
10.    Leiknir R. 17 3 4 10 16 - 34 -18 13
11.    Fjölnir 17 2 6 9 26 - 41 -15 12
12.    Fylkir 17 2 5 10 21 - 29 -8 11
Athugasemdir
banner