Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 13. ágúst 2025 21:21
Þorsteinn Haukur Harðarson
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

"Maður ímyndaði sér þetta alltaf og dreymdi um þessa byrjun að koma heim í sinn klúbb. Ég gæti ekki verið sáttari með daginn," sagði Jón Daði Böðvarsson sem bæði skoraði og lagði upp mark í 3-0 sigri gegn HK en leikurinn var hans fyrsti á Selfossvelli í einhver 13 ár.


Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  0 HK

"Þetta var frábær sigur og strákarnir voru geggjaðir í dag."

Mark Jóns kom úr vítaspyrnu. Voru taugarnar þandar svona í ljósi þess að hann var að spila sinn fyrsta leik lengi á Selfossvelli? "Mér leið bara vel á punktinum. Ég var einhvernnveginn aldrei í efa um að ég myndi skora."

Næst ræddum við um spilamennsku liðsins. "Það voru allir frábærir í dag, hlupu fyrir hvorn annan og vörðumst vel. Við vorum agaðir í varnarleiknum og höldum hreinu. Það er svolítið síðan við héldum hreinu. Við vorum í þessu saman og það er það sem þarf," segir Jón og bætir við.

"Þetta er mjög jákvætt. Við þurfum að byggja á þessa frammistöðu og ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í dag þá eru okkur allir vegir færir."

Jón hefur aðeins verið að glíma mið meiðsli eftir heimkomuna og ekki náð að byrja leik ennþá. Hvernig er staðan á honum? "Hún er allt í lagi. Smá meiðsli ennþá. Ég er bara á verkjalyfjum og aðeins að bíta á jaxlinn. Það er svo stutt eftir af mótinu að þetta verður bara skoðað betur eftir tímabil. Þangað til er það bara mind over body," segir Jón Daði að lokum.


Athugasemdir
banner
banner