Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
   mið 13. ágúst 2025 21:51
Þorsteinn Haukur Harðarson
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Við vorum hrikalega vel stemmdir. Við undirbjuggum leikinn vel og þetta var frábær frammistaða á þessum tímapunkti," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, glaður í bragði eftir 3-0 sigur gegn HK í kvöld. 


Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  0 HK

"Við nýttum færin betur í kvöld. Svo fannst mér líka meiri stíll yfir liðinu en áður. Sagan sýnir að þegar við höfum nýtt færin okkar, þá vinnum við leiki. Það er ósköp einfalt."

Daði Kárason kom beint í byrjunarliðið eftir að hafa skipt yfir í Selfoss í gær. Hann var að spila sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni en það var ekki að sjá í kvöld. "Honum var bara hent í djúpu laugina og hann svo sannarlega stóð fyrir sínu í dag. Hann er hörku varnarmaður og það er frábært að fá hann."

Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður í dag og var ekki lengi að láta til sín taka. "Stoðsending og mark. Jón Daði gefur okkur auðvitað mikið og svo er Frosti að koma til baka úr meiðslum. Það var gott að fá þá saman inn í seinni hálfleik"

Framundan er mikil barátta það sem eftir lifir móts. "Hver einasti leikur er bara úrslitaleikur og við gerum okkur grein fyrir því. Við verðum bara að standa okkur í þeim leikjum sem eftir eru." 


Athugasemdir
banner
banner