Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 13. ágúst 2025 22:26
Alexander Tonini
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kvenaboltinn
Jordyn Rhodes skoraði þrennu í kvöld
Jordyn Rhodes skoraði þrennu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður vel og ég er stollt af liðinu augljóslega. Þetta er ekki búið að tímabilið sem við vonuðumst eftir en að sama skapi er ég stolt að við höfum haldið áfram að berjast. Það er aldrei auðvelt að koma til baka þegar maður lendir undir", sagði Jordyn Rhodes eftir að Valur hafði lent 1-2 undir í hálfleik, en snéri leiknum við og tryggði sér 4-2 sigur í leikslok.

Miklar vonir voru bundnar við Jordyn Rhodes sem kom frá Tindastól fyrir tímabilið. Fyrir þennan leik hafði hún eingöngu skorað 3 mörk í 13 leikjum í Bestu deildinni í sumar

„Þetta hefur byrjað hægt, en það tekur tíma að aðlagast nýju liði. Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði gengið hraðar fyrir sig. En ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum í liðinu"

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Stjarnan

Það er óhætt að segja það að Jordyn Rhodes hafi sprungið út í þessum leik og skoraði sínu fyrstu þrennu og tvöfaldaði markatöluna sína í sumar í einum leik. Var með 3 mörk fyrir leik en er nú komin með 6 og er nú ein markahæst í Val.

„Ég held að þetta sé fyrsta þrennan mín alla veganna sem atvinnumaður. Þegar ég skoraði þriðja markið áttaði ég mig ekki á því að ég væri komin með þrennu"

„Þessi frammistaða mun vonandi koma mér aftur á beinu brautina eftir hæga byrjun"

Það er ekki hjá því komist að greina frá því að Valskonur eru að spila betur undir stjórn nýja þjálfarans Matthíasar Guðmundssonar. En sér Jordyn muninn á liðinu eftir þjálfarabreytingarnar?

„Ég átta mig ekki alveg á því hvort að eitthvað stórvægilegt hafi breyst, en hugarfarið okkar hefur verið að halda áfram að berjast. Ég held að fæstir vilji þjálfarabreytingu á miðju tímabili. Það er alla veganna gott að Matti (þjálfari) er ennþá hérna, hann er búinn að vera hér allt tímabilið og það hjálpar"
Athugasemdir
banner