Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
   mið 13. ágúst 2025 21:37
Þorsteinn Haukur Harðarson
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta er súrt. Við vorum ekki nógu góðir í heildina en það voru stórar ákvarðanir í þessum leik," segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, eftir 3-0 tap gegn Selfossi í kvöld og heldur áfram.


Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  0 HK

"Það er dæmt mark af okkur sem var aldrei rangstaða. Hann er meter frá því að vera rangstæður. Þetta telur. Þetta voru rándýr dómaramistök. Svo virðist vera einfalt að gefa víti á okkur en sleppa því þegar við eigum að fá víti. Það er svekkjandi. Frammistaða okkar var samt ekki nógu sannfærandi."

Hvað vítið varðar er hann að vísa til þess þegar Tumi Þorvarðarson, leikmaður HK, og Daði Kárason, varnarmaður Selfoss, skullu saman inni í teig. "Hann skallar boltann og er skallaður í hausinn. Það á að vera víti."

En getur Hermann tekið eitthvað jákvætt úr frammistöðunni í kvöld? "Kalli (Karl Ágúst Karlsson) og Tolli (Þorvaldur Smári Jónsson) voru geggjaðir í kvöld. Tolli er 17 ára og Kalli er 18 ára. Þeir voru hrikalega sterkir."

Liðið hefur nú unnið og tapað á víxl í seinustu leikjum. Hvað þarf liðið að gera til að ná að tengja saman sigra? "Fá einhvernn almennilegan dómara í þetta," segir Hermann í kaldhæðni og heldur áfram. "Neinei. Það er bara stutt á milli í þessu. Þú skorar eftir horn eða færð á þig mark eftir horn. Eða færð á þig víti eða færð víti sjálfur. Það eru stór atriði og ég vil ekki kenna dómurunum alfarið um. Við hefðum getað gert betur í mörgum atvikum í leiknum."


Athugasemdir
banner