Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 13. ágúst 2025 21:37
Þorsteinn Haukur Harðarson
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta er súrt. Við vorum ekki nógu góðir í heildina en það voru stórar ákvarðanir í þessum leik," segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, eftir 3-0 tap gegn Selfossi í kvöld og heldur áfram.


Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  0 HK

"Það er dæmt mark af okkur sem var aldrei rangstaða. Hann er meter frá því að vera rangstæður. Þetta telur. Þetta voru rándýr dómaramistök. Svo virðist vera einfalt að gefa víti á okkur en sleppa því þegar við eigum að fá víti. Það er svekkjandi. Frammistaða okkar var samt ekki nógu sannfærandi."

Hvað vítið varðar er hann að vísa til þess þegar Tumi Þorvarðarson, leikmaður HK, og Daði Kárason, varnarmaður Selfoss, skullu saman inni í teig. "Hann skallar boltann og er skallaður í hausinn. Það á að vera víti."

En getur Hermann tekið eitthvað jákvætt úr frammistöðunni í kvöld? "Kalli (Karl Ágúst Karlsson) og Tolli (Þorvaldur Smári Jónsson) voru geggjaðir í kvöld. Tolli er 17 ára og Kalli er 18 ára. Þeir voru hrikalega sterkir."

Liðið hefur nú unnið og tapað á víxl í seinustu leikjum. Hvað þarf liðið að gera til að ná að tengja saman sigra? "Fá einhvernn almennilegan dómara í þetta," segir Hermann í kaldhæðni og heldur áfram. "Neinei. Það er bara stutt á milli í þessu. Þú skorar eftir horn eða færð á þig mark eftir horn. Eða færð á þig víti eða færð víti sjálfur. Það eru stór atriði og ég vil ekki kenna dómurunum alfarið um. Við hefðum getað gert betur í mörgum atvikum í leiknum."


Athugasemdir
banner
banner