
Leiknir vann hádramatískan sigur gegn Fylki í fallbaráttuslag í Lengjudeildinni í kvöld. Leiknir lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum en Fylkismenn eru komnir í neðsta sæti.
Sigurmark Leiknis var flautumark og segir Ágúst Gylfason, þjálfari Leiknis, að það hafi verið gríðarlega sætt að sjá boltann í netinu.
Sigurmark Leiknis var flautumark og segir Ágúst Gylfason, þjálfari Leiknis, að það hafi verið gríðarlega sætt að sjá boltann í netinu.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 0 Fylkir
„Óli (Íshólm markvörður) varði nokkrum sinnum virkilega vel og ég er mjög ánægður með það. Svo þetta drama í lokin, hann flautar strax af. Flautumark. Þetta mun hjálpa okkur gríðarlega mikið í þessari baráttu sem framundan er," segir Ágúst.
„Bæði lið hafa verið í ströggli og fóru varfærnislega í þetta. Það stefndi allt í 0-0 en bæði lið hafa verið að tapa stigum í lokin og það lá eitthvað í loftinu. Sem betur fer féll það okkar megin. Maður sá það í augum leikmanna að þeir vildu vinna þetta. Það hefur vantað aðeins baráttu í liðið en hún kom svo sannarlega í dag."
Maður leiksins var Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður sem átti nokkrar magnaðar vörslur.
„Óli var frábær í leiknum, varði einn á einn þarna alveg í lokin. Eftir þetta tökum við þetta með okkur í framhaldinu. Við erum að fara til Húsavíkur og spilum enn einn mikilvæga leikinn. Þetta verða úrslitaviðureignir alveg þar til í lokin."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir