
„Ég er bara mjög ósáttur, eins og menn eru oftast eftir tapleiki", sagði Jóhann Kristinn um sín fyrstu viðbrögð eftir að Þór/KA beið í lægra haldi fyrir FH 3-5
Varnarleikur liðsins var svo sannarlega ekki til útflutnings í þessum leik. Þór/KA fékk á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik og tvö í þeim seinni eða samtals fimm stykki.
„Ég held að það sé nú hægt að orða það þannig að þú hafir sett þetta undir rós. Ef þú færð á þig fimm mörk þá ertu í brasi varnarlega. Staðan er ekki þannig að við séum að horfa á vandamál hjá markmanni eða öftustu fjórum. Þetta er varnarleikur liðsins og við erum að gera skrítin mistök og því miður bara allt of oft"
Varnarleikur liðsins var svo sannarlega ekki til útflutnings í þessum leik. Þór/KA fékk á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik og tvö í þeim seinni eða samtals fimm stykki.
„Ég held að það sé nú hægt að orða það þannig að þú hafir sett þetta undir rós. Ef þú færð á þig fimm mörk þá ertu í brasi varnarlega. Staðan er ekki þannig að við séum að horfa á vandamál hjá markmanni eða öftustu fjórum. Þetta er varnarleikur liðsins og við erum að gera skrítin mistök og því miður bara allt of oft"
Lestu um leikinn: FH 5 - 3 Þór/KA
„Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að gera okkur sek um yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig og það er bara ekki boðlegt. Ég held að stelpurnar séu bara sammála mér í því að við verðum að stoppa þetta"
Þór/KA varð fyrir áfalli í hálfleik þegar liðið þurfti að taka Sonju Björg Sigurðardóttur framherja út af vegna meiðsla þrátt fyrir að þurfa nauðsynlega mörk. Sonja Björg er bráðefnilegur framherji og skoraði jöfnunarmarkið í leiknum.
„Við lendum því miður í því að það meiðast tveir leikmenn í fyrri hálfleik. Við þurftum að gera eina skiptingu strax, hún Henríetta fékk hné í hné og dead leg út frá því og þurftum bara að stoppa hana á 37. mínútu. Sonja meðist líka og hún harkaði sig fram í hálfleik en við þurftum að skipta henni í hálfleik"
„Ég er ánægður með hópinn, eins heimskulegt og það hlýtur að hljóma í 5-3 tapi. Það er margt sem augað nemur ekki, hugarfar og eins hvernig á að nálgast leiki"
Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir