Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
   þri 12. ágúst 2025 22:52
Alexander Tonini
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara mjög ósáttur, eins og menn eru oftast eftir tapleiki", sagði Jóhann Kristinn um sín fyrstu viðbrögð eftir að Þór/KA beið í lægra haldi fyrir FH 3-5

Varnarleikur liðsins var svo sannarlega ekki til útflutnings í þessum leik. Þór/KA fékk á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik og tvö í þeim seinni eða samtals fimm stykki.

„Ég held að það sé nú hægt að orða það þannig að þú hafir sett þetta undir rós. Ef þú færð á þig fimm mörk þá ertu í brasi varnarlega. Staðan er ekki þannig að við séum að horfa á vandamál hjá markmanni eða öftustu fjórum. Þetta er varnarleikur liðsins og við erum að gera skrítin mistök og því miður bara allt of oft"

Lestu um leikinn: FH 5 -  3 Þór/KA

„Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að gera okkur sek um yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig og það er bara ekki boðlegt. Ég held að stelpurnar séu bara sammála mér í því að við verðum að stoppa þetta"

Þór/KA varð fyrir áfalli í hálfleik þegar liðið þurfti að taka Sonju Björg Sigurðardóttur framherja út af vegna meiðsla þrátt fyrir að þurfa nauðsynlega mörk. Sonja Björg er bráðefnilegur framherji og skoraði jöfnunarmarkið í leiknum.

„Við lendum því miður í því að það meiðast tveir leikmenn í fyrri hálfleik. Við þurftum að gera eina skiptingu strax, hún Henríetta fékk hné í hné og dead leg út frá því og þurftum bara að stoppa hana á 37. mínútu. Sonja meðist líka og hún harkaði sig fram í hálfleik en við þurftum að skipta henni í hálfleik"

„Ég er ánægður með hópinn, eins heimskulegt og það hlýtur að hljóma í 5-3 tapi. Það er margt sem augað nemur ekki, hugarfar og eins hvernig á að nálgast leiki"

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner