Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   mið 13. ágúst 2025 22:17
Haraldur Örn Haraldsson
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetta geggjaður leikur af okkar hálfu. Það er helvíti erfitt að eiga við ÍR-ingana, þeir liggja djúpt niðri og eru sterkir í föstum leikatriðum, halda fókus allan tímann. Mér fannst þeir gera það vel," sagði Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson leikmaður Þróttar eftir 3-1 sigur gegn ÍR í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 ÍR

Vilhjálmur byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á, á 70. mínútu. Þá var leikurinn jafn, en hann lagði svo upp tvö mörk.

„Maður reynir alltaf að gera sitt besta bara og við erum með hörku hóp. Samkeppnin um þessar framherjastöður er gríðarlega mikil. Liam er funheitur, Aron, og svo er ég og Viktor á bekknum. Við erum allir að berjast um þessar stöður. Þetta er kannski bara svolítið erfitt fyrir Venna (Sigurvin Ólafsson) að velja úr þessu. Alltaf þegar maður fær séns, þá verður maður að gera sitt besta og reyna að fá sénsinn í byrjunarliðið næst. Mér fannst ég gera það í dag, en hver veit," sagði Vilhjálmur.

Eftir svona frammistöðu þá vonast hann til að fá að byrja næsta leik.

„Maður treystir Venna bara að hann velur sterkasta liðið hverju sinni. Ef mitt hlutverk er að koma af bekknum, þá geri ég það bara eins vel og ég get," sagði Vilhjálmur.

Þróttarar eru fimm stigum frá toppsætinu þegar fimm leikir eru eftir. Toppbaráttan er gríðarlega jöfn og það verður spennandi að sjá hvernig loka umferðirnar fara.

„Við eigum Njarðvík úti á sunnudaginn, það verður hörku leikur. Ég vona að Þróttararnir sem mættu hérna í dag fylli stúkuna. Það væri geðveikt, ég vona að þeir komi allir til Njarðvíkur og styðji okkur áfram," sagði Vilhjálmur.

Stuðningsmenn voru fjölmennir og háværir í dag. Ein besta stemning sem undirritaður hefur séð í Lengjudeildinni í sumar.

„Mikið credit á þá, þeir voru alveg geggjaðir (stuðningsmennirnir). Það var líka gaman að sjá ÍR-ingana þeir eru skemmtilegir, skemmtilegt að hlusta á þá. Mér fannst Köttararnir (stuðningsmannasveit Þróttara) hafa þetta í dag og það skilaði sigrinum," sagði Vilhjálmur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner