
Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður Leiknis átti svakalegar markvörslur þegar Breiðhyltingar lyftu sér upp úr fallsæti með því að vinna dramatískan sigur á Fylki í kvöld þar sem skorað var flautumark í uppbótartíma.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 0 Fylkir
„Þetta er svo sæt tilfinning, að ná að halda hreinu laki í fyrsta sinn í sumar, að ná sigrinum svona. Þetta er fimmtán stiga leikur fyrir okkur. Þvílíkur karakter. Mér fannst við ekki geta neitt en sigldum þessu og náðum marki í lokin," segir maður leiksins.
„Það var greinilegt að við vorum orðnir mjög þreyttir. Þá þurfa þeir á mér að halda. Ég get ekki verið að hlaupa með þeim en ég get varið. Ég get ekki verið að tittlingast með þeim úti á velli en ég get þetta."
Sjáðu viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir