
„Það er alltaf ömurleg tilfinning að tapa leikjum en þetta var flottur leikur og við töpum á móti góðu liði og hann endar ekki vel" sagði Einar Guðnason eftir 2-4 tapleik gegn Breiðablik á heimavelli.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 4 Breiðablik
Einar fannst leikurinn vera jafn
„Mér fannst þetta vera mjög jafn leikur fyrstu 25 mínúturnar þangað til að Breiðablik skorar, alveg eins á Föstudaginn á móti Þrótti þá koðnum við eitthvað niður aðeins, við verðskuldum það alveg. Svo vöknum við svolítið í seinni hálfleik og mér fannst við ekki vera síðari aðilinn. Frekar soft mörk, allavega frá hvernig ég sé en það lookaði ekkert sérstaklega vel út, en við skorum tvö fín mörk".
Einar var ekki ánægður um viðbrögð liðsins eftir fyrsta mark Breiðabliks
„Þetta er sálrænt svolítið held ég en við erum meðvituð um þetta og við þurfum að finna lausn á þessu, það er alveg á hreinu".
Einar finnst það jákvætt að hafa opnað vörn Breiðabliks og hafa búið til góð færi
„Við spilum vel á móti frábæru liði og eigum fullt af flottum sóknum, eigum nokkuð góð pressu móment í leiknum en það er ekki gott að fá á sig fjögur mörk. En á móti kemur þetta er langbesta liðið á landinu, búin að skora eitthvað um 60 mörk og reyndar bara búin að fá á sig 9 mörk fyrir þennan leik og við skorum tvö mörk, það ætti að vera jákvætt að hafa opnað þær og búið til mörk á móti þessu sterku liði, það hlítur að gefa okkur eitthvað".