Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mið 13. ágúst 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru algjör forréttindi að fá að vera í þessari stöðu og spila svona leik," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Blikar taka á móti Zrinjski Mostar á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri á morgun tryggja Blikar sér í umspil Evrópudeildarinnar og þar með að minnsta kosti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á morgun hefst 17:30.

„Leikurinn er snemma vegna birtuskilyrða en það er víst uppselt. Það verður hrikaleg stemning á vellinum eins og hefur verið á öllum Evrópuleikjum hérna. Það verður full stúka af Blikum."

„Það var markmiðið að fara út og koma til baka með úrslit sem gæfu okkur gott tækifæri til að fara áfram. Þessi úrslit eru vel ásættanleg og nú þurfum við bara að eiga góðan leik á morgun og klára þá."

„Við höfum greint leikinn úti mjög vel og áttum okkur betur á leikmönnum þeirra, styrkleikum og veikleikum. Ég vona að við verðum meira með boltann en við vorum úti. Við ætluðum að halda betur í boltann síðast. Það er aðallega það sem við þurfum að bæta."

Telja Blikar að þeir séu betra liðið fyrir leik morgundagsins?

„Það er geðveikt íslenskt hugarfar að halda það, en við gerum það. Við ætlum okkur áfram og ætlum að vinna þá. Þetta er gott atvinnumannalið og eru búnir að ráða fyrrum landsliðsþjálfara Króatíu, það er levelið þeirra. En við teljum okkur hér á heimavelli vera betra lið."

Halldór segir að innan hópsins sé ekki verið að tala neitt um álag eða þreytu, staðan á hópnum sé góð. Anton Logi Lúðvíksson er enn að glíma við tognun en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá.

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, er Halldór meðal annars spurður út í gluddaginn og hvort Blikar hafi reynt að fá Galdur Guðmundsson sem gekk í raðir KR á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner