Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
   mið 13. ágúst 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru algjör forréttindi að fá að vera í þessari stöðu og spila svona leik," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Blikar taka á móti Zrinjski Mostar á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri á morgun tryggja Blikar sér í umspil Evrópudeildarinnar og þar með að minnsta kosti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á morgun hefst 17:30.

„Leikurinn er snemma vegna birtuskilyrða en það er víst uppselt. Það verður hrikaleg stemning á vellinum eins og hefur verið á öllum Evrópuleikjum hérna. Það verður full stúka af Blikum."

„Það var markmiðið að fara út og koma til baka með úrslit sem gæfu okkur gott tækifæri til að fara áfram. Þessi úrslit eru vel ásættanleg og nú þurfum við bara að eiga góðan leik á morgun og klára þá."

„Við höfum greint leikinn úti mjög vel og áttum okkur betur á leikmönnum þeirra, styrkleikum og veikleikum. Ég vona að við verðum meira með boltann en við vorum úti. Við ætluðum að halda betur í boltann síðast. Það er aðallega það sem við þurfum að bæta."

Telja Blikar að þeir séu betra liðið fyrir leik morgundagsins?

„Það er geðveikt íslenskt hugarfar að halda það, en við gerum það. Við ætlum okkur áfram og ætlum að vinna þá. Þetta er gott atvinnumannalið og eru búnir að ráða fyrrum landsliðsþjálfara Króatíu, það er levelið þeirra. En við teljum okkur hér á heimavelli vera betra lið."

Halldór segir að innan hópsins sé ekki verið að tala neitt um álag eða þreytu, staðan á hópnum sé góð. Anton Logi Lúðvíksson er enn að glíma við tognun en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá.

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, er Halldór meðal annars spurður út í gluddaginn og hvort Blikar hafi reynt að fá Galdur Guðmundsson sem gekk í raðir KR á dögunum.
Athugasemdir
banner