Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 13. ágúst 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru algjör forréttindi að fá að vera í þessari stöðu og spila svona leik," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Blikar taka á móti Zrinjski Mostar á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri á morgun tryggja Blikar sér í umspil Evrópudeildarinnar og þar með að minnsta kosti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á morgun hefst 17:30.

„Leikurinn er snemma vegna birtuskilyrða en það er víst uppselt. Það verður hrikaleg stemning á vellinum eins og hefur verið á öllum Evrópuleikjum hérna. Það verður full stúka af Blikum."

„Það var markmiðið að fara út og koma til baka með úrslit sem gæfu okkur gott tækifæri til að fara áfram. Þessi úrslit eru vel ásættanleg og nú þurfum við bara að eiga góðan leik á morgun og klára þá."

„Við höfum greint leikinn úti mjög vel og áttum okkur betur á leikmönnum þeirra, styrkleikum og veikleikum. Ég vona að við verðum meira með boltann en við vorum úti. Við ætluðum að halda betur í boltann síðast. Það er aðallega það sem við þurfum að bæta."

Telja Blikar að þeir séu betra liðið fyrir leik morgundagsins?

„Það er geðveikt íslenskt hugarfar að halda það, en við gerum það. Við ætlum okkur áfram og ætlum að vinna þá. Þetta er gott atvinnumannalið og eru búnir að ráða fyrrum landsliðsþjálfara Króatíu, það er levelið þeirra. En við teljum okkur hér á heimavelli vera betra lið."

Halldór segir að innan hópsins sé ekki verið að tala neitt um álag eða þreytu, staðan á hópnum sé góð. Anton Logi Lúðvíksson er enn að glíma við tognun en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá.

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, er Halldór meðal annars spurður út í gluddaginn og hvort Blikar hafi reynt að fá Galdur Guðmundsson sem gekk í raðir KR á dögunum.
Athugasemdir
banner