Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 08. júní 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa í sumarfríinu: Þjálfaði krakka í 90 mínútur
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa.
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Leeds, er maður fólksins í Leeds. Það er ljóst.

Hann sést oft á götum borgarinnar eða í matvöruverslunum og virðist alltaf vera glaður til að stoppa og taka mynd með aðdáendum sem biðja hann um það.

Bielsa er núna í sumarfríi áður en undirbúningstímabilið hefst fyrir næstu leiktíð.

Hann nýtir sumarfríið í að vera maður fólksins því hann mætti á æfingu hjá barnaliði í Leeds á dögunum. Hann tók 90 mínútna æfingu með krökkunum og grínaðist fyrst með að hann myndi setja þá í 'murderball'. Það er æfing sem leikmenn Leeds gera reglulega þar sem þeir spila fótbolta án þess að stoppa í eina sekúndu.

Það var líklega enginn 'murderball' þarna en krakkarnir höfðu mjög gaman að því að hitta hetjuna sína.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner