Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 08. júní 2023 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hareide: Miðja með þeim og Kristian lofar mjög góðu
Icelandair
Hákon og Ísak.
Hákon og Ísak.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian í sínu fyrsta landsliðsverkefni með landsliðinu.
Kristian í sínu fyrsta landsliðsverkefni með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Age Hareide sat fyrir svörum á fréttamannafundi á þriðjudag eftir að hafa tilkynnt landsliðshóp fyrir komandi leiki í undankeppni HM.

Tveir leikmenn í hópnum koma frá dönsku meisturunum í FCK og tveir koma frá Lyngby sem hélt sér uppi eftir dramatíska endurkomu úr botnsæti deildarinnar.

„Það er mjög gott að Lyngby hélt sæti sínu í Superliga, betra að leikmennirnir sem við höfum þar séu að spila á hæsta mögulega getustigi í stað þess að spila í næstefstu deild," sagði Hareide.

Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon eru í landsliðshópnum og Kolbeinn Birgir Finnsson æfir með hópnum í vikunni.

„FCK hefur átt mjög gott tímabil, unnu tvennuna og Hákon hefur spilað vel fyrir liðið. Ísak hefur ekki spilað mikið að undanförnu en ég veit smá um Ísak eftir að hafa fylgst með honum í Svíþjóð. Hann lofaði mjög góðu hjá Norrköping."

„Ísak og Hákon eru báðir ungir. Með þeim tveimur og Kristian erum við með miðju sem lofar mjög góðu upp á framtíðina."

„Við verðum að byggja ofan á það, gefa þeim mínútur. Til að byrja með þá verða þeir að læra af reynslumiklum leikmönnum og taka frá þeim allt sem þeir geta. Vonandi verða þeir klárir eftir nokkur ár,"
sagði Hareide.

Ísak Bergmann Jóhannesson gekk í raðir FCK frá Norrköping haustið 2021 en Hákon hefur verið lengur og fór í gegnum bæði U17 og U19 liðin hjá félaginu áður en hann braut sér leið inn í aðalliðið.

Kristian, sem Hareide kemur inn á, er leikmaður Ajax í Hollandi og er að taka þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni. Hann er fæddur árið 2004 en Hákon og Ísak eru fæddir 2003.

Sjá einnig:
„Vonandi fær hann svo stöðuhækkun í aðalliðið"
Athugasemdir
banner
banner