Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mán 08. júlí 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Tindastóll setur pressu á toppliðin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hanna Símonardóttir
Tindastóll 2 - 0 Skallagrímur
1-0 Hrafnkell Váli Valgarðsson ('45+3, sjálfsmark)
2-0 Arnar Ólafsson ('52)

Tindastóll tók á móti Skallagrími í eina leik kvöldsins í 4. deildinni og tók forystuna undir lok fyrri hálfleiks, þegar Hrafnkell Váli Valgarðsson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Arnar Ólafsson tvöfaldaði forystu Tindastóls í upphafi síðari hálfleiks og gerði þar með út um viðureignina, lokatölur 2-0.

Þetta er dýrmætur sigur fyrir Tindastól sem er í þriðja sæti deildarinnar og setur mikla pressu á toppliðin tvö sem hafa verið að tapa leikjum að undanförnu.

Stólarnir eru þremur stigum á eftir toppliði Ýmis, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, og einu stigi á eftir Hamri, sem hefur tapað tveimur af síðustu þremur. Það er því mikil spenna í toppbaráttunni.

Skallagrímur vermir botnsæti deildarinnar með 6 stig eftir 10 umferðir. Tindastóll er með 19 stig.

Skallagrímur er þó aðeins einu stigi frá öruggu sæti í deildinni, þar sem framundan virðist vera afar áhugaverð fallbarátta við KFS og RB.
Athugasemdir
banner
banner