Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mán 08. júlí 2024 18:18
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið FH og KA: Björn Daníel byrjar - Viðar Örn kominn aftur í byrjunarliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viðureign FH og KA í 13. umferð Bestu deild karla hefst á eftir klukkan 19:15. FH sigraði Breiðablik í síðustu umferð 1-0 á meðan síðasti leikur KA var í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir sigruðu Val 3-2. Byrjunarliðin eru komin fyrir leik kvöldsins og þetta eru breytingarnar sem þjálfararnir hafa gert á sínum liðum.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir eina breytingu á sínu liði en Gyrði Hrafn Guðbrandsson fær sér sæti á bekknum og Björn Daníel Sverrisson kemur inn fyrir hann.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir þrjár breytingar á sínu liði en það eru þeir Andri Fannar Stefánsson, Ásgeir Sigurgeirsson og Jakob Snær Árnason sem fá sér sæti á bekknum. Fyrir þá koma Hrannar Björn Steingrímsson, Viðar Örn Kjartansson og Bjarni Aðalsteinsson.


Byrjunarlið FH:
0. Sindri Kristinn Ólafsson
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Viðar Örn Kjartansson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Athugasemdir
banner
banner