Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, ræddi við Stöð 2 Sport eftir leik liðsins gegn Val á laugardag. Fylkir er á botni Bestu deildarinnar og Rúnar kallar eftir því að það verði sóttur liðsstyrkur í félagaskiptaglugganum.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 0 Fylkir
„Sjö stig eftir fyrri umferð, auðvitað hefur maður áhyggjur af því. En það er nóg eftir þessu, við gefumst ekki upp."
„Að sjáflsögðu köllum við eftir því að liðið verði styrkt, það veitir ekkert af því að fá styrkingar í þetta lið. Við erum að missa þrjá leikmenn út í háskólanám í lok mánaðar; Ómar Björn, Axel Máni og Aron Snær. Ég ætla vona að við fáum einhverjar styrkingar og að það sé til fjármagn í það," sagði Rúnar Páll sem sagðist ekki vita hvort það væri til fjármagn.
„Við erum alltaf að skoða í kringum okkur. En við erum bara á þeim stað sem félag að við getum ekki verið að sækja dýrustu bitana. Við þurfum að vanda valið þar," sagði Rúnar Páll.
Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA á heimavelli eftir viku.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir