Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mán 08. ágúst 2022 22:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Snéri sér við og sá ekki mistökin afdrifaríku - „Ég er ekki að fara garga á Gyrði í dag"
Siggi Höskulds
Siggi Höskulds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir Hrafn
Gyrðir Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ekki vel, svekkjandi að tapa leiknum svona," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir tap gegn Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom alveg í blálok leiksins og meira um það hérna aðeins neðar.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

„Ég var ekki nógu ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Það litaðist af því að við þurftum að rótera liðinu tvisvar (vegna meiðsla) sem var svekkjandi og svolítið týpískt fyrir lið sem er ekki búið að vera í neinum sérstökum takti."

„Mér fannst okkur skorta pínu þor og hugrekki að vilja halda boltanum og spila honum - boltinn var svolítið heitur. Mér fannst 'Shape-ið' okkar aðeins brotna rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar þeir skora markið, við gerum mikið af klaufalegum mistökum í uppspilinu og þeir 'breika' á okkur. Þeir eru mjög góðir í því og gerðu það vel. Það var töluvert meiri ákefð í Keflavíkurliðinu."

„Svo komum við með allt annan kraft í seinni hálfleik fannst mér og seinni hálfleikur var nokkuð fínn. Aðstæður voru pínu erfiðar, menn þreyttust og þetta varð svolítið ping-pong. Sindri á ævintýralega vörslu í seinni hálfleik sem ég hefði viljað sjá inni en heilt yfir held ég að þetta hefði verið sanngjarnt 1-1 en svo vorum við bara klaufar í lokin."


Þá að markinu undir lokin, hvað er það sem gerist?

„Ég get sagt þér það að ég hélt að boltinn væri farinn út af og snéri mér við. Svo heyrði ég bara fagnaðarlætin, boltinn í markinu og ég skildi ekki neitt í neinu. Ég sá þetta ekki því miður en miðað við útskýringar þá tekur Gyrðir skrítna ákvörðun, hún klikkar og þeir fá gefins mark."

„Nei nei, ég er ekki að fara garga á Gyrði í dag. Hann þarf bara læra af þessu og hann veit að hann gerði mistök. Liðið stendur bara með honum í þessu."


Leiknir hefur nú tapað þremur leikjum í röð, fyrst gegn KA 0-5, svo 1-4 gegn ÍBV og nú þessi leikur í kvöld.

„Já, klárlega (batamerki). Við ætluðum okkur samt sigur og okkur finnst að hérna á heimavelli eigum við að vinna lið sem við erum að máta okkur við og teljum okkur vera svipað á styrkleika. Mikið svekkelsi og að sjálfsögðu högg í magann að tapa leiknum en við stöndum upp, það er klárt," sagði Siggi að lokum.

Í viðtalinu er hann spurður út í Zean Dalügge sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Leikni í dag og skoraði mark leiksins. Þá var hann spurður út í meiðsli leikmanna liðsins. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner