Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 08. ágúst 2024 20:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ajax vann Íslendingaslaginn - Andri Lucas og Andri Fannar spiluðu í jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ajax vann Íslendingaslag þegar liðið heimsótti Panathinaikos í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.


Íslendingarnir gátu þó ekki tekist á í leiknum. Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir Panathinaikos en Kristian Nökkvi Hlynsson var ónotaður varamaður hjá Ajax.

Steven Berghuis var hetja Ajax sem vann leikinn 1-0.

Andri Fannar Baldursson spilaði klukkutíma en Eggert Aron Guðmundsson var ónotaður varamaður þegar Elfsborg gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn króatíska liðinu Rijeka.

Þá var Andri Lucas Guðjohnsen tekinn af velli undir lok leiksins þegar Gent gerði 2-2 jafntefli gegn Silkeborg á útivelli í forkeeppni Sambandsdeildarinnara. Gent náði forystunni í uppbótatíma en Silkeborg jafnaði metin áður en flautað var til leiksloka.


Athugasemdir
banner
banner
banner