Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 08. ágúst 2024 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristín Dís í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Breiðablik

Kristín Dís Árnadóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik en hún mun leika með liðinu út sumarið.


Hún kemur til liðsins frá danska liðinu Bröndby þar sem hún hefur verið undanfarin þrjú tímabil.

Kristín er uppalin í Breiðabliki en hún hefur spilað 156 leiki fyrir liðið og skorað 11 mörk. Hún er 24 ára gömul og spilar sem miðvörður. Hún hefur einnig leikið með Fylki og Augnablik á sínum ferli.

Breiðablik er í harðri toppbaráttu gegn Val en liðið tapaði einmitt gegn Val á dögunum og er þá þremur stigum á eftir Hlíðarendaliðinu.

Breiðablik og Valur mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins þann 16. ágúst.


Athugasemdir
banner
banner