Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   fim 08. ágúst 2024 06:00
Sölvi Haraldsson
Minnast Sarkic um helgina
Sarkic heitinn.
Sarkic heitinn.
Mynd: EPA

Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Millwall ætla að minnast Matija Sarkic, fyrrum leikmann Millwall, en hann lést eftir hjartagalla í sumarfríinu sínu í júní.


Fyrir fyrsta deildarleik þeirra á tímabilinu gegn Watford um helgina ætla þeir að vígja veggmynd til minningar um Sarkic. Þeir ætla einnig að leggja niður töluna 20 hjá félaginu og leikmenn liðsins ætla að planta tré til heiðurs Sarkic. Fjölskyldan hans verður viðstödd á leiknum.

Markmannsþjálfarinn Andy Marshall vann náið með Sarkic. Fyrst hjá Aston Villa fyrir níu árum áður en þeir unnu saman hjá Millwall. 

Marshall var í viðtali við SunSport um Sarkic.

Hann var klár strákur og ég sá það strax þegar ég hitti hann fyrst, alltaf viljugur að læra eitthvað nýtt. Hann var með allt sem þú vilt frá markmanni og var með frábært hugarfar. Ég hugsaði að hann gæti farið alla leið í boltanum og farið á toppinn.“ sagði Marshall og bætti svo við.

Hann naut þess að gera það sem hann gerði. Hann kunni alveg að njóta þess að spila fótbolta. Matija var mér eins og sonur en ég var mjög náinn fjölskyldu hans.“ sagði Marshall sem syrgir Sarkic líkt og fjölskylda og vinir hans.

Leikur Millwall gegn Watford er á laugardaginn næstkomandi klukkan 11:30 á íslenskum tíma en Millwall ætlar að minnast Sarkic fyrir leik.


Athugasemdir
banner
banner