Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   þri 08. september 2020 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Batshuyai birtir mynd: Hann og níu Íslendingar
Icelandair
Batshuayi fagnar marki.
Batshuayi fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Michy Batshuayi virðist alltaf skora þegar Belgía mætir Íslandi.

Hann skoraði tvennu í kvöld þegar Belgía vann 5-1 sigur á okkur Íslendingum í Brussel.

Batshuayi birti athyglisverða mynd á Twitter í kvöld af fjórða marki Belgíu í leiknum. Það skoraði hann með hælspyrnu eftir lága fyrirgjöf.

„Frábær afgreiðsla frá Batshuayi, skorar með hælnum eftir fyrirgjöf," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Á myndinni er Batshuayi einn leikmaður Belgíu umkringdur Íslendingum. „Enn að reyna að finna mína leið í sjónum Íslandi," skrifar Batshuayi við myndina.

Hér að neðan má sjá þessa mynd.


Athugasemdir
banner
banner