Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. september 2020 17:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Belgíu gegn Íslandi: De Bruyne kominn aftur
Icelandair
De Bruyne byrjar hjá Belgum.
De Bruyne byrjar hjá Belgum.
Mynd: Getty Images
Belgía og Ísland eigast við í Þjóðadeildinni í kvöld. Leikið er í Belgíu.

Belgía er í efsta sæti heimslistans og með marga stórkostlega leikmenn innan sinna raða. Það er deginum ljósara að þetta verður erfitt verkefni.

Við vorum líka með Belgum í síðustu Þjóðadeild. Þá skoraði Batshuay bæði mörkin í 2-0 sigri Belga í Brussel. Á Laugardalsvelli unnu Belgar svo 3-0. Alls hafa þjóðirnar mæst ellefu sinnum og Belgía unnið alla leikina.

Romelu Lukaku, sóknarmaður Inter, Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, eru ekki með Belgum í dag. Kevin de Bruyne, einn besti miðjumaður í heimi, snýr þó aftur í byrjunarliðið eftir að hafa ekki verið með gegn Danmörku. Eden Hazard byrjar á bekknum. Simon Mignolet er ekki í markinu, heldur Koen Casteels, markvörður Wolfsburg.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Byrjunarlið Belgíu:
13. Koen Casteels (m)
2. Toby Alderweireld
3. Jason Denayer
5. Jan Vertonghen
6. Axel Witsel
7. Kevin de Bruyne
9. Michy Batshuayi
11. Jeremy Doku
14. Dries Mertens
15. Thomas Meunier
16. Thorgan Hazard
23. Michy Batshuayi

Athugasemdir
banner
banner