Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 08. september 2024 17:13
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta." Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir að liðið hans sigraði Aftureldingu 2-0 í dag. 


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  0 Afturelding

„Mér fannst við bara vera mjög öflugir, vorum frábærir í varnarleiknum, mér fannst við mjög góðir á boltan. Mér fannst við bara spila vel í gegnum þá, vera hættulegir og mér fannst þessi sigur aldrei í hættu."

Topp baráttan í Lengjudeildinni er gríðarlega spennandi en það getur enn allt gerst þegar aðeins einn leikur er eftir af tímabilinu.

„Við erum allavega búnir að gulltryggja okkur inn í umspilið með sigri í dag. Við bara förum núna til Keflavíkur með það markmið að reyna vinna leikinn, svo sjáum við bara til hvað gerist á öðrum vígstöðvum."

Fjölnismenn fengu vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoruðu úr henni til að breyta stöðunni í 2-0. Dómurinn er heldur betur umdeildur og voru gestirnir ekki sáttir.

„Ég bara sá ekki hvað gerðist, en það virðist eins og hann hlaupi bara aftan á hann sko. Dagur er kominn í mjög gott færi, ég skil ekki af hverju hann ætti að láta sig detta úr þessari stöðu. En þetta er langt frá mér og ég sá þetta ekki nægilega vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir