Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 08. október 2019 11:33
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Vonandi eins og 98 nema við bætum við marki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að hafa misst af síðustu tveimur verkefnum vegna meiðsla. Alfreð er kominn á fulla ferð eftir að hafa meiðst í apríl og verið frá í nokkra mánuði. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Alfreð undanfarin ár.

„Þetta er búið að vera leiðindatímabil síðustu tvö ár. Það hafa verið mikil meiðsli og ég hef aldrei komist á alvöru run. Mér líður hrikalega vel núna og það er gott að vera kominn aftur í landsliðið," sagði Alfreð við Fótbolta.net í dag.

Nær að tengja æfingavikur
Alfreð var óvænt ónotaður varamaður hjá Augsburg gegn Bayer Leverkusen um helgina.

„Ég spilaði fimm leiki í röð þar á undan og þrjá í byrjunarliði. Mér líður gríðarlega vel og hef náð að binda saman æfingavikur. Það er eitthvað sem hefur vantað hjá mér undanfarin ár. Mér líður gríðarlega vel og hlakka til að takast á við þetta verkefni."

Heimsmeistarar Frakka koma í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudag og Alfreð er brattur fyrir þann leik.

„Við þurfum að eiga toppleik. Það er allt mögulegt í fótbolta. Við skulum vona að þetta verði svipað og 1998 nema við bætum kannski við einu marki," sagði Alfreð brosandi og rifjaði upp leikinn fræga gegn Frökkum á Laugardalsvelli þar sem þáverandi heimsmeistarar gerðu 1-1 jafntefli við Ísland.

„Allt í okkar höndum"
Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram á EM á næsta ári en innbyrðis viðureignir gilda ef lið enda jöfn. Ísland er þremur stigum á eftir Frakklandi og Tyrklandi þegar fjórir leikir eru eftir.

„Þetta er allt í okkar höndum ennþá. Við þurfum að vinna þrjá af fjórum og setja það upp að þetta verði urslitaleikur í Tyrklandi eftir þetta verkefni. Við þekkjum það að vinna þar. Við getum komið okkur í góða stöðu með góðum úrslitum núna."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner