Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 08. október 2019 11:33
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Vonandi eins og 98 nema við bætum við marki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að hafa misst af síðustu tveimur verkefnum vegna meiðsla. Alfreð er kominn á fulla ferð eftir að hafa meiðst í apríl og verið frá í nokkra mánuði. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Alfreð undanfarin ár.

„Þetta er búið að vera leiðindatímabil síðustu tvö ár. Það hafa verið mikil meiðsli og ég hef aldrei komist á alvöru run. Mér líður hrikalega vel núna og það er gott að vera kominn aftur í landsliðið," sagði Alfreð við Fótbolta.net í dag.

Nær að tengja æfingavikur
Alfreð var óvænt ónotaður varamaður hjá Augsburg gegn Bayer Leverkusen um helgina.

„Ég spilaði fimm leiki í röð þar á undan og þrjá í byrjunarliði. Mér líður gríðarlega vel og hef náð að binda saman æfingavikur. Það er eitthvað sem hefur vantað hjá mér undanfarin ár. Mér líður gríðarlega vel og hlakka til að takast á við þetta verkefni."

Heimsmeistarar Frakka koma í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudag og Alfreð er brattur fyrir þann leik.

„Við þurfum að eiga toppleik. Það er allt mögulegt í fótbolta. Við skulum vona að þetta verði svipað og 1998 nema við bætum kannski við einu marki," sagði Alfreð brosandi og rifjaði upp leikinn fræga gegn Frökkum á Laugardalsvelli þar sem þáverandi heimsmeistarar gerðu 1-1 jafntefli við Ísland.

„Allt í okkar höndum"
Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram á EM á næsta ári en innbyrðis viðureignir gilda ef lið enda jöfn. Ísland er þremur stigum á eftir Frakklandi og Tyrklandi þegar fjórir leikir eru eftir.

„Þetta er allt í okkar höndum ennþá. Við þurfum að vinna þrjá af fjórum og setja það upp að þetta verði urslitaleikur í Tyrklandi eftir þetta verkefni. Við þekkjum það að vinna þar. Við getum komið okkur í góða stöðu með góðum úrslitum núna."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir