Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 08. nóvember 2019 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til að ræna úri Kolasinac
Annar mannanna sem reyndi að ræna Sead Kolasinac og Mesut Özil í sumar hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi.

Maðurinn heitir Ashley Smith og lýsti dómari málsins honum sem atvinnuglæpamanni. Hann losnaði síðast úr fangelsi í janúar á þessu ári.

Smith er maðurinn sem ógnaði Kolasinac með hníf, en bosníski varnarmaðurinn var hvergi hræddur og hrakti hann og félaga hans, Jordan Northover, í burtu.

Northover verður dæmdur síðar en hans þáttur í málinu er talinn smærri heldur en hjá Smith.

Mennirnir reyndu að ræna úrum leikmannanna sem eru um 32 milljón króna virði (200 þúsund pund).

Til gamans má geta að Özil þénar rúmlega 300 þúsund pund á viku. Kolasinac fær tæplega helmingi lægri laun.
Athugasemdir
banner
banner