Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. desember 2021 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svekktur að fá ekki tækifærið hjá Blikum - „Taldi þetta vera rétta skrefið"
Ólafur og Óli Jó eftir leik í sumar.
Ólafur og Óli Jó eftir leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur lék tíu af ellefu deildarleikjum FH eftir að hann gekk í raðir Fimleikafélagsins.
Ólafur lék tíu af ellefu deildarleikjum FH eftir að hann gekk í raðir Fimleikafélagsins.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í leik með Blikum á undirbúningstímabilinu
Í leik með Blikum á undirbúningstímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Lék með Grindavík fyrri hluta sumars.
Lék með Grindavík fyrri hluta sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Guðmundsson er nítján ára varnarmaður sem gekk í raðir FH frá Breiðabliki í sumar. Ólafur er unglingalandsliðsmaður, á að baki átta leiki með yngri landsliðunum.

Hann var á láni hjá Keflavík 2020 og hjá Grindavík fyrri hluta tímabilsins í ár. Fótbolti.net ræddi við Ólaf á dögunum og spurði hann út í skiptin til FH og ýmislegt annað.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Ólafur Guðmundsson

Blikarnir sýndu mikinn skilning
Hvenær vissiru fyrst af áhuga FH?

„Þeir höfðu samband um mitt sumar rétt áður en félagsskiptaglugginn opnaði. Það var auðvitað erfitt að fara frá uppeldisfélaginu en ég taldi þetta vera rétta skrefið fyrir mig og Blikarnir sýndu því mikinn skilning."

Fannst hann eiga fullt erindi í hlutverk hjá Blikum
Þurftiru að hugsa þig lengi um áður en þú ákvaðst að fara í FH??

„Nei, ég þurfti lítið að hugsa mig um. Eftir að hafa spjallað við þjálfarateymið þá fannst mér þetta vera mjög spennandi kostur."

Varstu svekktur að fá ekki tækifæri í keppnisleikjum með Blikum?

„Já, ég var það. Mér fannst ég standa mig vel á undirbúningstímabilinu og eiga fullt erindi í að vera í einhverju hlutverki hjá þeim. En svona er bara fótboltinn."

Undir honum komið að nýta tækifærið
Þú varst strax í stóru hlutverki hjá FH. Vissiru að þú værir að fara beint inn í liðið og fengir helling af leikjum?

„Óli og Davíð vou búnir að segja við mig ég myndi fá tækifæri og að það væri bara undir mér komið að nýta það."

Hvernig fannst þér eigin frammistaða?

„Mér fannst sumarið ganga vel og ég er sáttur með framistöðuna mína í sumar en ég ætla að gera enn betur næsta sumar."

Skrítið að mæta Blikum en fer í alla leiki til þess að vinna
Fékkstu einhver viðbrögð frá Blikum eftir að þið í FH unnuð þá í næstsíðasta leiknum og hvernig var að mæta þeim?

„Nei, engin sérstök viðbrögð. Það var skrítið að mæta fyrrum liðsfélögum sínum í fyrsta skipti. Hinsvegar fer ég í alla leiki til þess að vinna og það gekk upp í þetta skipti."

Bara gaman að skora sitt fyrsta mark
Hvað hugsaðiru þegar Stubbur, markvörður KA, missti boltann í teignum í lokaumferðinni? Var eitthvað súrsætt við þetta mark þar sem mistökin voru það dýrkeypt eða pældiru ekkert í því?

„Nei nei, ég pældi ekkert í því. Ég var bara klár inni í teignum ef eitthvað skyldi gerast. Bara gaman að skora mitt fyrsta mark fyrir FH."

Hvort líður þér betur í miðverði eða bakverði?

„Mér finnst ég geta leyst báðar stöðurnar vel og í rauninni er það bara þannig að ef að ég er að spila þá er ég sáttur. Ég sé það alveg eins fyrir mér að spila sem miðvörður í framtíðinni."

Draumurinn eins og hjá flestum
Ertu með eitthvað markmið varðandi U21 landsliðið eða atvinnumennsku?

„Það er alltaf heiður að spila fyrir Ísland og að sjálfsögðu vonast ég til þess að fá tækifærið þar. Varðandi atvinnumennsku þá er það draumurinn eins og hjá flestum. Eins og staðan er núna þá er ég ánægður hjá FH og hlakka til að ná árangri með þeim og halda áfram að bæta mig og taka framförum."

Ætlar að vera kominn á fullt í byrjun næsta árs
Þú fórst í aðgerð eftir tímabilið. Hvenær byrjaru að spila aftur?

„Ég fékk kviðslit í byrjun sumars og fór loks í aðgerð í október. Ég er allur að koma til og er í fullu prógrammi hjá Robin styrktarþjálfara og Kára sjúkraþjálfara. Endurhæfingin gengur vel og stefni ég á að vera kominn á fullt í byrjun janúar."

Reynsla sem svo nýttist þegar hann fór í FH
Förum aðeins í Keflavík og Grindavík. Þú spilaðir lítið með Keflavík í fyrra. 2020. Hvers vegna?

„ Ég kom til Keflavíkur um mitt sumar, liðið var á mikilli siglingu og tapaði nánast ekki leik. Það var því erfitt að komast inn í liðið. Samt sem áður góð reynsla og skemmtilegur tími."

Hvernig fannst þér ganga í Grindavík og hvernig kom það upp að þú fórst þangað?

„Óskar Hrafn vildi að ég myndi spila fullorðins fótbolta í fyrstu- eða úrvalsdeild og stóð mér til boða að fara til nokkurra liða. Mér leist best á Grindavík og ákvað því að fara þangað. Í Grindavík fékk ég mikla reynslu og lærði mikið. Mér gekk vel en fannst ég stundum eiga meira inni í spilamennsku. Þessi reynsla nýttist mér vel þegar ég fór síðan yfir í FH."

Skemmtileg staðreynd
Nafnið Ólafur Guðmundsson er nafn sem FH-ingar þekkja vel. Atvinnumaður í handbolta heitir þessu nafni og svo er það liðsstjóri liðsins.
Hefur komið upp einhver ruglingur varðandi nafnið?

„Nei nei, það hefur ekki komið upp neinn ruglingur varðandi nafnið en þetta er skemmtileg staðreynd."

Hvernig líst þér á samkeppnina í FH eftir að Haraldur Einar kom frá Fram?

„Mér list mjög vel á að fá samkeppni inn í hópinn. Það er hollt fyrir alla og gerir aðra leikmenn betri."

Einn besti yngri flokka þjálfari landsins
Að lokum tvær spurningar úr hinni hliðinni. Hvað gerir pabba þinn, Guðmund Brynjólfsson, að besta þjálfara sem þú hefur haft?

„Hann hefur mikla þekkingu á leiknum og með yfir 20 ára reynslu af þjálfun. Hann hefur veitt mér mikinn stuðning og veit í hverju ég er góður í og hvað ég þarf að bæta. Hann er einn besti yngri flokka þjálfari landsins."

Gert smá grín að Ólafi
Hann sagði frá því í hinni hliðinni að hann hefði verið í brasi með innköstin og tekið nokkur vitlaus innköst. Hvenær á ferlinum var þetta?

„Það kom tímabil í sumar hjá Grindavík þar sem ég tók vitlaus innköst í nokkrum leikjum í röð. Það var aðallega bara fjölskyldan og vinir sem gerðu grín að mér út af þessu," sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner