Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 08. desember 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að halda Karius út leiktíðina
Karius í sundi.
Karius í sundi.
Mynd: Getty Images
Newcastle vonast til að framlengja samning sinn við þýska markvörðinn Loris Karius.

Karius gekk í raðir Newcastle fyrir yfirstandandi tímabil og skrifaði þá undir samning þangað til í janúar.

Hann er varamarkvörður fyrir Nick Pope og í Newcastle er litið á hann sem góðan kost í þá stöðu. Félagið vill því halda honum út leiktíðina hið minnsta.

Karius yfirgaf Liverpool síðasta sumar en hann hafði ekkert spilað fyrir félagið frá því hann varði mark liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid árið 2018. Í þeim leik gerði hann tvö mistök sem kostuðu mark og Liverpool tapaði 3-1. Hann er þekktastur fyrir þann leik, því miður fyrir hann.

Newcastle hefur komið mikið á óvart á tímabilinu og er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner