Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 08. desember 2023 11:49
Elvar Geir Magnússon
Alisson farinn að æfa - Mac Allister ekki með gegn Man Utd?
Alisson hefur ekki getað spilað síðustu leiki.
Alisson hefur ekki getað spilað síðustu leiki.
Mynd: EPA
Liverpool heimsækir Crystal Palace klukkan 12:30 á morgun, í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni.

Á fréttamannafundi í morgun sagði Jurgen Klopp frá því að markvörðurinn Alisson Becker væri farinn að æfa að nýju eftir meiðsli en sagðist ekki vita hvort hann yrði með í leiknum á morgun.

Miðjumaðurinn Alexis Mac Allister meiddist í sigrinum gegn Sheffield United í vikunni og verður ekki með á morgun. Argentínumaðurinn fékk skurð snemma leiks í Sheffield og þurfti sjúkrateymi Liverpool að sauma það til þess að loka sárinu.

„Hann verður ekki með á morgun, ég veit ekki með fimmtudaginn eða sunnudaginn þar á eftir (þegar Liverpool mætir Manchester United)," sagði Klopp á fréttamannafundinum.

Liverpool getur komist á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri, tímabundið að minnsta kosti, en topplið Arsenal mætir Aston Villa seinna um daginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner