Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   fös 08. desember 2023 11:19
Elvar Geir Magnússon
„Eins og bann til lífstíðar“
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Alessandro Barbano blaðamaður Il Corriere dello Sport finnst það ósanngjörn krafa að saksóknari fari fram á að Paul Pogba fái fjögurra ára leikbann.

Pogba féll á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik Juventus á tímabilinu en hann mældist með of hátt magn af testósteróni í líkamanum.

Juventus setti Pogba sjálft í bann og þessi þrítugi franski miðjumaður hefur ekki æft með liðsfélögum sínum í marga mánuði.

„Fjögurra ára bann fyrir íþróttamann sem er 30 ára er eins og bann til lífstíðar. Mér finnst þetta ósanngjarnt í ljósi aðstæðna,“ segir Barbano.

„Pogba tók þetta inn þegar hann var í miðjunni á löngu og erfiðu bataferli en ekki til að bæta frammistöðu sína á vellinum. Fjögurra ára bann væri réttlætanlegt ef hann hefði meðvitað tekið bönnuð efni til að fá forskot."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner