Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Höjlund: Þetta er ekki ákjósanleg staða
Mynd: EPA
Rasmus Höjlund, leikmaður Manchester United, segir liðið ekki vera í ákjósanlegri stöðu eftir 3-2 tapið gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Man Utd er að fjarlægast toppliðin með hverjum leiknum og er jafnvel möguleiki um Meistaradeildarsæti að hverfa þeim úr augsýn.

Höjlund, sem skoraði í tapinu, segir að það taki smá tíma fyrir leikmenn að venjast nýrri hugmyndafræði.

„Þetta eru auðvitað pirrandi mörk sem við fáum á okkur og við þurfum að gera betur, sérstaklega í hornum. Við höfum fengið of mörg mörk á okkur, en ég er viss um að við munum bæta þetta,

„Ég held að andstæðingurinn hafi kannski hugsað það (að vanta sjálfstraust í hornspyrnum), en ég held að þetta snúist aðeins meira að okkur og að vera í nýjum stöðum, með nýja hugmyndafræði og með nýjan þjálfara sem sér um föst leikatriði, en við þurfum bara að skilja hugmyndirnar.“

„Þetta er svolítið mikið af upplýsingum til að innbyrða en við þurfum bara að eiga við þetta. Við erum Manchester United og þurfum að gera betur.“

„Það eru margir leikir eftir en þetta er auðvitað ekki ákjósanleg staða. Við verðum samt að halda áfram að reyna og vera jákvæðir,“
sagði Höjlund
Athugasemdir
banner
banner