Mikael Neville Anderson og félagar í AGF unnu Bröndby, 1-0, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum danska bikarsins í Árósum í Danmörku í dag.
Landsliðsmaðurinn var auðvitað í byrjunarliði AGF sem náði í sigurmark fimmtán mínútum fyrir leikslok er Suður-Afríkumaðurinn Gift Links setti boltann í netið.
AGF heimsækir Bröndby í síðari leiknum eftir viku. Sigurvegari bikarsins kemst í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrir næstu leiktíð.
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn er Panathinaikos lagði Asteras Tripolis að velli, 1-0, í grísku úrvalsdeildinni.
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Jeremejeff kom inn af bekknum á 85, mínútu og skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma, en Panathinaikos fer upp í 4. sæti deildarinnar með 26 stig.
Athugasemdir