Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. mars 2020 16:34
Elvar Geir Magnússon
Fleiri meiðslaáföll herja á Tottenham - Bergwijn tognaði illa
Steven Bergwijn.
Steven Bergwijn.
Mynd: Getty Images
Hollenski landsliðsmaðurinn Steven Bergwijn hjá Tottenham meiddist illa á vinstri ökkla í jafnteflisleiknum gegn Burnley um liðna helgi.

Tottenham hefur greint frá því að Bergwijn hafi tognað illa og ljóst að hann verður frá í einhvern tíma. Leikmaðurinn kláraði leikinn en skoðun eftir hann leiddi í ljós að meiðslin væru slæm.

Ekki er ljóst hversu lengi hann verður frá en meiðsli hafa herjað á sóknarmenn Tottenham á tímabilinu.

Tottenham leikur seinni leik sinn gegn Leipzig í Meistaradeildinni annað kvöld en enska liðið tapaði fyrri leiknum á heimavelli 0-1.

Son Heung-min og Harry Kane eru á meiðslalistanum hjá Tottenham en Kane birti klippu á Twitter í dag þar sem hann sést vera mættur aftur á æfingasvæðið. Kane er á undan áætlun í bataferli sínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner