mán 09. mars 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moukoko bætir markamet í U19 Bundesligunni í Þýskalandi
Youssoufa Moukoko í leik með unglingaliði Dortmund í Evrópukeppni unglingaliða.
Youssoufa Moukoko í leik með unglingaliði Dortmund í Evrópukeppni unglingaliða.
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko hefur skorað 34 mörk í 20 leikjum með unglingaliði Borussia Dortmund á tímabilinu. Það er met í U19 Bundesligunni í Þýskalandi.

Moukoko er undrabarn í orðsins fyllstu merkingu. Hann er aðeins 15 ára gamall en núna er hugsað um að leyfa honum að spreyta sig með aðalliði Borussia Dortmund.

Moukoko er að spila langt upp fyrir sig en er samt að ná ótrúlega mögnuðum árangri.

Lucien Favre, þjálfari aðalliðs Dortmund, þennan hæfileikaríka fótboltamann inn í aðallið félagsins.

Moukoko er eflaust nafn sem að fótboltaunnendur munu heyra og segja mikið í framtíðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner