Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 09. apríl 2020 20:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á þessum degi fyrir sjö árum: Umdeildur Meistaradeildarleikur
Mynd: Getty Images
Dagurinn er 9. apríl 2013 og eftir markalaust jafntefli á Rosaleda þá ferðast Malaga til Dortmund fyrir síðari leik liðanna á Signal Iduna Park í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Leikurinn var ótrúlegur og umdeildur. Hann endaði með 3-2 sigri Dortmund sem fór svo alla leið í úrslitaleikinn þar sem niðurstaðan var 2-1 tap gegn Bayern München á Wembley.

Joaquin, sem er enn á fullri ferð með Real Betis, kom Malaga yfir, en fyrir leikhlé jafnaði Dortmund með marki frá hinum þá 24 ára gamla Robert Lewandowski. Marcos Reus átti glæsilega stoðsendingu að markinu.

Malaga leiddi á útivallarmarki í hálfleik. Það sem gerðist í seinni hálfleiknum er líklega enn í hugum Malaga-manna.

Spænska liðið komst aftur yfir á 82. mínútu þegar Eliseu stýrði skoti Julio Baptista í netið. Það virtist sem Malaga væri á leið í undanúrslit í einvígi við Real Madrid, en sú varð niðurstaðan ekki.

Reus jafnaði í uppbótartíma og Jurgen Klopp, þáverandi þjálfari Dortmund, ærðist á hliðarlínunni. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir skoraði svo varnarmaðurinn Felipe Santanta mark sem sendi Dortmund áfram.

Svo margir sem fjórir leikmenn Dortmund voru rangstæðir í sigurmarki Dortmund. Craig Thompson frá Skotlandi og línuverðir hans áttu ekki góðan dag þar sem annað mark Malaga átti líklega ekki að standa heldur vegna rangstöðu.

Þessi leikur hafði svo rosalega mikla dramatík. Dortmund er enn í fullu fjöri sem eitt besta lið Evrópu á meðan fall Malaga hefur verið mikið. Félagið er þessa stundina í neðri hluta spænsku B-deildarinnar eftir erfið ár. Meistaradeildin er núna langsóttur draumur fyrir stuðningsmenn Malaga.


Athugasemdir
banner
banner
banner