Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. apríl 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndi ekki koma á óvart ef Ronaldo fer til Real Madrid
Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid. Hann er búinn að vinna keppnina fimm sinnum í heildina (einu sinni með Manchester United).
Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid. Hann er búinn að vinna keppnina fimm sinnum í heildina (einu sinni með Manchester United).
Mynd: Getty Images
Nei, við erum ekki komin aftur til ársins 2008 þegar Cristiano Ronaldo var stöðugt orðaður við Real Madrid. Tólf árum síðar er Portúgalinn aftur bendlaður við Madrídinga.

Ítalskir fjölmiðlar fjalla mikið um að Juventus gæti neyðst til að selja Cristiano Ronaldo vegna fjárhagsvandamála í kjölfar kórónaveirunnar. Corriere dello Sport segir að Juventus sé tilbúið að selja Ronaldo aftur til Real Madrid fyrir aðeins 50 milljónir punda.

Ronaldo kom til Juventus frá Real Madrid 2018 fyrir 100 milljónir punda en hann skoraði 450 mörk í 438 leikjum fyrir Madrídarliðið.

Jose Fonte, liðsfélagi Ronaldo í portúgalska landsliðinu, segir að það myndi ekki koma á óvart ef Ronaldo færi aftur til Spánar.

Fonte, sem vann EM með Ronaldo árið 2016, sagði við Talksport: „Það er augljóst að hann elskar Real Madrid, sem er eitt stærsta félag í heimi, ef ekki það stærsta. Hann á marga vini þar og hefur alltaf skilið dyrnar eftir opnar."

„Það myndi ekki koma mér á óvart ef hann færi aftur til Real Madrid."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner