Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. apríl 2020 14:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir/Stöð 2 Sport 
Staða knattspynuþjálfara þung
Mynd: Aðsend
Kjartan Atli Kjartansson, ræddi við Birgi Jónasson, gjaldkera KÞÍ, í þættinum 'Sportið í dag' sem var á dagskrá Stöð 2 Sport í gær.

KÞÍ er Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og spurði Kjartan Birgi út í það hvernig staða þjálfara væri vegna faraldsins.

„Staðan er svolítið þung eins og hjá mörgum öðrum starfsstéttum," segir Birgir. Hann segir samninga við þjálfara misjafna og ekki sé stuðst við neina fyrirmynd. Menn séu þá ýmist launþegar eða verktakar.

Þjálfarar vilja margir hverjir breyta stöðu sinni og verða launþegar. Birgir segir að þetta hafi farið í ákveðinn farveg. Það sé ljóst að það sé dýrara fyrir félögin aö greiða öll launatengd gjöld.

„Staða þjálfara væri öruggari með þessu og skýrari samningar," segir Birgir. En hver er afstaðan gagnvart skerðingu launa.

„Við viljum að þjálfarar sýni sínum vinnuveitendum skilning í stöðunni og félögin verða að gera slíkt hið sama. Við viljum að menn stigi varlega til jarðar þegar kemur að skerðingu launa."

Nánar er rætt við Birgi í spilaranum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner