Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. maí 2020 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cannavaro horfir til Englands - Hrifinn af Klopp og Pep
Mynd: Getty Images
Fabio Cannavaro varð heimsmeistari með Ítalíu árið 2006 og var sama ár valinn besti leikmaður í heiminum. Í dag er hann stjóri Guangzhou Evergrande í Kína en hann segist horfa til ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að stjórastöðu í framtíðinni.

Hinn 46 ára Cannavaro vill stýra liði í Evrópu og talar sérstaklega um ensku úrvalsdeildina í viðtali við Sky Sports. Hann er hrifinn af því sem Jurgen Klopp og Pep Guardiola eru að gera með sín lið.

„Vonandi. Ég horfi á alla leiki í úrvalsdeildinni og mér líka menningin í kringum boltann."

„Ég er hrifinn af hugarfari Klopp en á sama tíma líkar mér hvernig Pep spilar fótbolta því sá bolti krefst fullt af vinnuframlagi með og án bolta. Það þarf að halda bolta og reyna að vinna leikinn. Ég er að þróa mitt leikkerfi í Kína og vonandi get ég sýnt hann á Englandi í framtíðinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner