Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 09. júní 2021 18:45
Brynjar Ingi Erluson
UEFA bíður með að refsa Ofurdeildarfélögunum
Aleksander Ceferin, forseti UEFA
Aleksander Ceferin, forseti UEFA
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Evrópu. UEFA, hefur ákveðið að fresta því að refsa Barcelona, Juventus og Real Madrid fyrir aðild þeirra að Ofurdeildinni en þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu sambandsins.

Félögin þrjú eru þau einu sem eru enn eftir af þeim tólf félögum sem stofnuðu Ofurdeildina.

Ensku félögin ákváðu að draga sig úr keppninni aðeins fáeinum sólarhringum eftir að áform deildarinnar voru kynnt opinberlega en þau hafa komist að samkomulagi við ensku úrvalsdeildina um að greiða sekt sem nemur um 3,8 milljónum punda á félag.

Inter og Milan gerðu slíkt hið sama en Juventus ákváð þó að vera áfram í deildinni ásamt Barcelona og Real Madrid.

UEFA og FIFA hafa hótað því að refsa félögunum og draga þau úr keppni en svo virðist sem UEFA ætlar þó að bíða aðeins með ákvörðun sína og hefur frestað henni um ókominn tíma.

Sambandið er að öllum líkindum að bíða eftir niðurstöðu frá íþróttadómstólnum í Sviss en spænska útvarpsstöðin Cadena SER fullyrðir að þar eigi eftir að koma fram að UEFA og FIFA geti ekki refsað Ofurdeildarfélögunum.

UEFA var búið að refsa þeim níu félögum sem yfirgáfu Ofurdeildina en fimm prósent af tekjum þeirra í Evrópukeppni fer til sambandsins og verður nýtt í grasrótina.
Athugasemdir
banner
banner
banner