Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. júní 2023 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild - Hélt liði sínu á floti
Darri Bergmann Gylfason (Augnablik)
Darri Bergmann Gylfason hér til vinstri.
Darri Bergmann Gylfason hér til vinstri.
Mynd: Augnablik
Darri Bergmann Gylfason, markvörður Augnabliks, er leikmaður 6. umferðar í 3. deild karla í boði JAKO.

Darri átti flottan leik í 2-2 jafntefli Augnabliks gegn ÍH, en Kópavogsliðið var tveimur færri í meira en 20 mínútur.

„Eftir tvö rauð spjöld hélt hann liði sínu á floti. Hann gerði það að verkum að þetta mark á 90. mínútu var jöfnunarmark en ekki 5-2 mark," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni. „Hann varði eins og óður maður."

„Ég hef sagt það áður að þetta er frábær markvörður. Hann var að æfa með Stjörnunni í vetur og það er ástæða fyrir því. Hann er geggjaður að verja og er góður í löppunum," sagði Gylfi Tryggvason í þættinum og bætti við: „Hann á skilið að vera leikmaður umferðarinnar."

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.

Næsta umferð í 3. deild verður leikin á sunnudag og mánudag en hægt er að sjá hvaða leikir eru hér fyrir neðan.

sunnudagur
14:00 Magni-Elliði (Grenivíkurvöllur)
14:00 Reynir S.-Hvíti riddarinn (Brons völlurinn)
14:00 Árbær-KFS (Fylkisvöllur)
14:00 Kári-Kormákur/Hvöt (Akraneshöllin)
14:00 ÍH-Ýmir (Skessan)

mánudagur
19:15 Augnablik-Víðir (Fífan)

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð - Vilhjálmur Jónsson (Árbær)
2. umferð - Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik)
3. umferð - Örvar Óðinsson (Magni)
4. umferð - Marteinn Theodórsson (Kári)
5. umferð - Arian Ari Morina (Ýmir)
Ástríðan 6. umferð - Clutch genes og dramatík
Athugasemdir
banner
banner