Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 09. júní 2023 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi hvetur Kimmich til að feta í fótspor Lewandowski
Kimmich á 76 landsleiki að baki fyrir Þýskaland og 347 leiki fyrir FC Bayern.
Kimmich á 76 landsleiki að baki fyrir Þýskaland og 347 leiki fyrir FC Bayern.
Mynd: Getty Images

Xavi er í miklu uppáhaldi á meðal stuðningsmanna Barcelona og stýrði félaginu til sigurs í La Liga deildinni á nýliðnu tímabili.


Hann hefur staðið sig vel í þjálfarastarfinu og sagði í viðtali í gær að tveir nýir miðjumenn séu forgangsatriði fyrir Barcelona á leikmannamarkaðinum í sumar.

Barca hefur áhuga á ýmsum miðjumönnum og hefur Xavi sérstaklega miklar mætur á Joshua Kimmich, sem á þó tvö ár eftir af samningi sínum við þýska stórveldið FC Bayern.

Hann ræddi stuttlega um Kimmich í viðtali við Jijantes og hvatti hann til að feta í fótspor Robert Lewandowski, sem nánast neyddi FC Bayern til að selja sig til Barcelona síðasta sumar.

„Ég talaði við Joshua í Katar, við hittumst og hann sagðist vera aðdáandi minn. Gæti hann komið til Barca? Hann er samningsbundinn Bayern þannig það veltur á honum. Þið munið hvernig fór með Lewy þegar hann vildi koma hingað," sagði Xavi.


Athugasemdir
banner
banner
banner