Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. júlí 2019 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
4. deild: Þriðji sigur Fenris í síðustu fjórum leikjum kom á Grýluvelli
Þriðja tap Hamars í röð
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
C-Riðill
Hamar 0-1 Fenrir

0-1 Andri Már Ágústsson ('87)

Einn leikur fór fram í 4. deildinni í kvöld. Leikið var á Grýluvelli, heimavelli Hamars, í C-riðli deildarinnar.

Í heimsókn kom lið Fenris sem hafði fyrir leikinn unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið var þó aðeins með sex stig eftir átta umferðir.

Hamar var í næst efsta sæti með sex sigra í átta leikjum, 18 stig.

Hamar var töluvert öflugra í leiknum í kvöld en tókst ekki að skora. Á 87. mínútu fékk Fenrir hornspyrnu sem Andri Már Ágústsson skallaði í netið. Hornspyrnuna tók Ómar Arnar Sigurðsson. Markið má sjá hér að neðan.

Það var eina mark leiksins og því þriðji sigur Fenris í röð staðreynd. Hamar vann sína fyrstu sex leiki í riðlinum en hefur nú tapað þremur leikjum í röð.



ATH: Stöðutaflan hér að neðan getur tekið smá tíma að uppfæra sig eftir leik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner