Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   þri 09. júlí 2019 22:24
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Rós: Breiðablik vildi þetta meira
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst alveg skemmtilegt að spila leikinn. Við gerðum okkar besta. Við fórum auðvitað í leikinn til að vinna en Breiðablik vildi þetta aðeins meira,“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, eftir 5-0 tap gegn Breiðablik í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Fylkir

Fylkisliðið fékk mark á sig strax á 5. mínútu en náði að verjast nokkuð vel gegn sterku liði Blika í fyrri hálfleik. Allt þar til Agla María náði að skora annað mark Breiðabliks rétt fyrir hálfleik. Það var ekki sami kraftur í Fylkisliðinu í seinni hálfleiknum og Blikar náðu að skapa sér fjölmörg marktækifæri.

„Við ætluðum bara að fara í seinni hálfleikinn eins og þann fyrri. Kannski var hugarfarið ekki alveg í lagi. Mér fannst við ekki nógu grimmar í seinni hálfleik og mér fannst Breiðablik bara virkilega vilja vinna þetta,“ sagði Berglind Rós.

Nú er Íslandsmótið hálfnað og Fylkisliðið situr í 8. sæti með 7 stig, stigi meira en HK/Víkingur og KR sem sitja í fallsætunum. Við spurðum Berglindi Rós hvort hún væri sátt við uppskeruna þennan fyrri hluta móts.

„Já og nei. Auðvitað viljum við vera með fleiri stig en við höldum bara áfram. Það er nóg af leikjum eftir.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Berglindi Rós í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner