Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 09. júlí 2019 22:24
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Rós: Breiðablik vildi þetta meira
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst alveg skemmtilegt að spila leikinn. Við gerðum okkar besta. Við fórum auðvitað í leikinn til að vinna en Breiðablik vildi þetta aðeins meira,“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, eftir 5-0 tap gegn Breiðablik í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Fylkir

Fylkisliðið fékk mark á sig strax á 5. mínútu en náði að verjast nokkuð vel gegn sterku liði Blika í fyrri hálfleik. Allt þar til Agla María náði að skora annað mark Breiðabliks rétt fyrir hálfleik. Það var ekki sami kraftur í Fylkisliðinu í seinni hálfleiknum og Blikar náðu að skapa sér fjölmörg marktækifæri.

„Við ætluðum bara að fara í seinni hálfleikinn eins og þann fyrri. Kannski var hugarfarið ekki alveg í lagi. Mér fannst við ekki nógu grimmar í seinni hálfleik og mér fannst Breiðablik bara virkilega vilja vinna þetta,“ sagði Berglind Rós.

Nú er Íslandsmótið hálfnað og Fylkisliðið situr í 8. sæti með 7 stig, stigi meira en HK/Víkingur og KR sem sitja í fallsætunum. Við spurðum Berglindi Rós hvort hún væri sátt við uppskeruna þennan fyrri hluta móts.

„Já og nei. Auðvitað viljum við vera með fleiri stig en við höldum bara áfram. Það er nóg af leikjum eftir.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Berglindi Rós í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner