Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
banner
   þri 09. júlí 2024 11:15
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 13. umferð - Verið stórkostlegur á tímabilinu
Johannes Vall (ÍA)
Johannes Vall er leikmaður umferðarinnar.
Johannes Vall er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 31 árs gamli Johannes Vall í ÍA hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar og fimm sinnum verið valinn í Sterkasta lið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Svíinn er Sterkasti leikmaður 13. umferðar deildarinnar en þar léku Skagamenn sér að liði HK á írskum dögunm og unnu ótrúlegan 8-0 sigur.

Lestu um leikinn: ÍA 8 -  0 HK

„Johannes Vall var stórkostlegur. Var upp og niður vinstri vænginn hjá ÍA og fullkomnaði sinn dag með því að skora áttunda mark Skagamanna eftir sendingu frá Viktori Jónssyni," skrifaði Anton Freyr Jónsson fréttamaður Fótbolta.net í skýrslu sinni um leikinn.

Vall hefur verið í lykilhlutverki í liði ÍA frá því hann kom frá Val árið 2022. Vall var áður á mála hjá Norrköping, Öster og Ljungskile þar sem hann spilaði 168 leiki í tveimur efstu deildunum í Svíþjóð.

Skagamenn styrktu stöðu sína í fjórða sæti Bestu deildarinnar með þessum magnaða sigri gegn HK. Þeir nálgast Breiðablik í þriðja sætinu og á Akranesi eru menn komnir með Evrópudrauma.

Sterkustu leikmenn:
12. umferð - Johannes Vall (ÍA)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
3.    Breiðablik 14 8 3 3 29 - 17 +12 27
4.    ÍA 13 7 2 4 32 - 17 +15 23
5.    FH 13 6 3 4 23 - 22 +1 21
6.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
7.    Stjarnan 14 5 2 7 25 - 29 -4 17
8.    KA 14 4 3 7 22 - 29 -7 15
9.    KR 14 3 5 6 23 - 26 -3 14
10.    HK 13 4 1 8 15 - 31 -16 13
11.    Vestri 14 3 2 9 17 - 35 -18 11
12.    Fylkir 13 2 2 9 18 - 36 -18 8
Athugasemdir
banner