Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 09. júlí 2024 09:03
Elvar Geir Magnússon
Thiago staðfestir að hann sé hættur - „Er þakklátur fótboltanum“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thiago Alcantara hefur ákveðið að láta staðar numið og er búinn að leggja skóna á hilluna, 33 ára. Spænski miðjumaðurinn yfirgaf Liverpool í sumar, eftir tímabil þar sem hann náði aðeins að spila einn leik vegna meiðsla.

Thiago kom til Liverpool frá Bayern München 2020 og lék 98 leiki fyrir enska félagið en var mikið á meiðslalistanum undir lokin. Hann varð bikarmeistari með Liverpool 2022.

„Ég er þakklátur fyrir þennan tíma og ég hef notið hans," segir Thiago sem varð Þýskalandsmeistari öll sjö árin sem hann lék fyrir Bayern. Þá vann hann Meistaradeildina með félaginu 2020.

Hann hóf feril sinn hjá Barcelona þar sem hann vann spænska meistaratitilinn fjórum sinnum auk þess að vinna Meistaradeildina einu sinni.

Hann lék 46 landsleiki fyrir Spán.

„Þakka þér fyrir fótbolti. Og þakkir til allra sem hafa fylgt mér þennan veg og gert mig að betri leikmanni og betri einstaklingi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner