Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 09. ágúst 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Eitthvað sem við höfum ekki verið þekkt fyrir í sumar
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er súrt og stór skellur. Það er eitthvað sem við höfum ekki verið þekkt fyrir í sumar, höfum tapað mest með þremur mörkum og höfum verið að verjast nokkuð vel og bara mikil vonbrigði að tapa svona stórt. “ Voru fyrstu viðbrögð Gunnars Magnúsar Jónssonar þjálfara Keflavíkur eftir 5-0 skell Keflavíkur gegn Val á HS Orkuvellinum í Keflavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  5 Valur

Valsliðið komst snemma leiks í forystu og bætti við öðru marki áður en hálfleikurinn var úti. Þriðja markið kom eftir um 20 mínútur í síðari hálfleik en eftir það var líkt og leikmenn Keflavíkur hefðu lagt árar í bát og uppgjöf einkenndi leik liðsins.

„Þær eru þekktar fyrir það stelpurnar að gefast aldrei upp sama hvað á bjátar og það var það sem ég var svekktastur með í dag að það var hangandi haus á vellinum hjá stelpunum og vorum svolítið úr karakter. “

Næsti leikur hjá Keflavíkur er afar mikilvægur í botnbaráttunni en liðið heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ í hörðum fallslag og sannkölluðum sex stiga leik.

„Einn af sex leikjum sem eftir eru og verða allt úrslitaleikir. Það jákæðasta við leikinn í dag er að við erum búin með Blika og Val núna en það verður risaslagur eftir viku í Mosfellsbænum og við erum bara full tilhlökkunar. Þeir sem spila fótbolta hljóta að hlakka til að spila í svona leikjum þannig að það verður bara stemming og skemmtilegt.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner